Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. október 2009

Tríó Vadims Fyodorov leik­ur í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar sunnu­dag­inn 25. októ­ber kl. 16:00.

Tríó Vadim Fyodorov er nefnt eft­ir upp­hafs­manni henn­ar, rúss­neska harmónikkusnill­ingn­um Vadim Fyodorov. Hljóm­sveit­in leik­ur franska musett- og jazz tónlist í hefð­bund­inni franskri hljóm­sveit sem sam­an­stend­ur af harmonikku, kontrabassa og gít­ar. Auk Vadims skipa hljóm­sveit­ina Gunn­ar Hilm­ars­son á gít­ar og Leif­ur Gunn­ars­son á kontrabassa. Þetta er mjög að­gengi­leg og heill­andi tónlist sem all­ir ættu að hafa mikla ánægju af að heyra.

Vadim er fædd­ur í Pét­urs­borg í Rússlandi árið 1969. Hann byrj­aði að læra á nikk­una að­eins 6 ára gam­all og stund­aði fram­halds­nám bæði í Rússlandi og Þýskalandi. Vadim hef­ur ver­ið bú­sett­ur á ís­landi í nær ára­t­ug. Hann er án efa einn fremsti starf­andi harmonikku­leik­ari Ís­lands.

Hljóm­sveit­in gaf ný­lega út sína fyrstu plötu Papilli­ons Noirs, Svörtu fiðr­ild­in.

Tón­list­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar stend­ur fyr­ir tón­leik­un­um.

Að­gangs­eyr­ir er 1.500 kr. og 500 kr. fyr­ir skóla­fólk og eldri borg­ara.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00