Tríó Vadims Fyodorov leikur í Bókasafni Mosfellsbæjar sunnudaginn 25. október kl. 16:00.
Tríó Vadim Fyodorov er nefnt eftir upphafsmanni hennar, rússneska harmónikkusnillingnum Vadim Fyodorov. Hljómsveitin leikur franska musett- og jazz tónlist í hefðbundinni franskri hljómsveit sem samanstendur af harmonikku, kontrabassa og gítar. Auk Vadims skipa hljómsveitina Gunnar Hilmarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Þetta er mjög aðgengileg og heillandi tónlist sem allir ættu að hafa mikla ánægju af að heyra.
Vadim er fæddur í Pétursborg í Rússlandi árið 1969. Hann byrjaði að læra á nikkuna aðeins 6 ára gamall og stundaði framhaldsnám bæði í Rússlandi og Þýskalandi. Vadim hefur verið búsettur á íslandi í nær áratug. Hann er án efa einn fremsti starfandi harmonikkuleikari Íslands.
Hljómsveitin gaf nýlega út sína fyrstu plötu Papillions Noirs, Svörtu fiðrildin.
Tónlistarfélag Mosfellsbæjar stendur fyrir tónleikunum.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. og 500 kr. fyrir skólafólk og eldri borgara.
Tengt efni
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.