Jazz-kvintett Reynis Sigurðssonar heldur tónleika í Listasalnum sunnudaginn 15. nóvember kl. 17.30.
Kvintettinn var stofnaður á þessu ári og hefur verið vel tekið þar sem hann hefur komið fram.
Kvintettinn skipa: Reynir Sigurðsson víbrafónn, Haukur Gröndal saxófónn, Ásgeir Ásgeirsson gítar, Gunnar Hrafnsson bassi og Erik Qvick trommur.
Félagarnir koma fram í Jazzklúbbi Múlans 19. nóvember en Mosfellingar fá forskot á sæluna nk. sunnudag.
Miðaverð er 1.000 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn.
Tengt efni
Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorgi 2. desember 2023
Tendrun ljósanna á jólatrénu á Miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum.
Sköpum rými
Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar um rými fyrir sköpun og miðlun menningar í Mosfellsbæ verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 28. nóvember.
Grindvíkingum boðið á jólatónleika í Hlégarði
Tónlistarkonan Greta Salóme í samstarfi við Mosfellsbæ ætla að bjóða Grindvíkingum á jólatónleika í félagsheimili Mosfellinga, Hlégarði, sunnudaginn 17. desember kl. 17:00.