Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. október 2009

Mos­fells­bær í sam­starfi við ÓB-ráð­gjöf stend­ur fyr­ir nám­skeiði fyr­ir­vænt­an­lega for­eldra og for­eldra barna allt að þriggja ára.

Nám­skeið­inu er ætlað að auka þekk­ingu for­eldra á þörf­um barna og stuðla að aukn­um hæfi­leik­um þeirra til að takast á við breyt­ing­ar sam­fara til­komu barns.

Nám­skeið­ið er hann­að af sál­fræð­ing­un­um og hjón­un­um John og Ju­lie Gottman í sam­starfi við The Swed­ish Medical Center í Seattle. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna með­al þátt­tak­enda nám­skeiðs­ins sýna að fleiri pör upp­lifa aukin gæði í par­sam­band­inu og bæði feð­ur og mæð­ur sem sóttu nám­skeið­ið voru næm­ari fyr­ir þörf­um barn­anna og brugð­ust bet­ur við þeim. Þetta átti sér­stak­lega við um feð­urna. Börn­in sýndu einn­ig merki um minni streitu og brostu meira. Stöðumat með­al ís­lenskra þátt­tak­enda sem sótt hafa nám­skeið­ið sýn­ir að þeir eru mjög ánægð­ir og telja gagnsemi nám­skeiðs­ins mikla.

Á nám­skeið­inu er lögð áhersla á að efla nánd og vina­tengsl for­eldra, auð­velda þeim að vera sam­stillt í upp­eld­is­hlut­verk­inu og stjórna ágrein­ingi sín í milli. Einn­ig er lögð áhersla á að þeir þekki grund­vall­ar­at­riði í þroska barna og viti hvar er hægt að leita stuðn­ings og ráð­gjaf­ar þeg­ar þörf er á.

ÓB-ráð­gjöf held­ur nám­skeið­in í nánu sam­starfi við Mos­fells­bæ sem stend­ur straum af kostn­að­in­um við þau. Þátt­tak­end­ur greiða skrán­inga­gjald sem er 7.500 kr.

Næsta nám­skeið hefst mánu­dag­inn 26. októ­ber kl. 17:00 – 19:00.  Nám­skeið­ið er hald­ið í Síðumúla 39 í Reykja­vík. Kennt er tvær klukku­stund­ir í senn, einu sinni í viku í sex vik­ur á mánu­dög­um frá kl. 17:00 – 19:00. Kennsl­an fer fram með fyr­ir­lestr­um, verk­efna­vinnu og um­ræð­um í hóp­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00