Mosfellsbær í samstarfi við ÓB-ráðgjöf stendur fyrir námskeiði fyrirvæntanlega foreldra og foreldra barna allt að þriggja ára.
Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu foreldra á þörfum barna og stuðla að auknum hæfileikum þeirra til að takast á við breytingar samfara tilkomu barns.
Námskeiðið er hannað af sálfræðingunum og hjónunum John og Julie Gottman í samstarfi við The Swedish Medical Center í Seattle. Niðurstöður rannsókna meðal þátttakenda námskeiðsins sýna að fleiri pör upplifa aukin gæði í parsambandinu og bæði feður og mæður sem sóttu námskeiðið voru næmari fyrir þörfum barnanna og brugðust betur við þeim. Þetta átti sérstaklega við um feðurna. Börnin sýndu einnig merki um minni streitu og brostu meira. Stöðumat meðal íslenskra þátttakenda sem sótt hafa námskeiðið sýnir að þeir eru mjög ánægðir og telja gagnsemi námskeiðsins mikla.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að efla nánd og vinatengsl foreldra, auðvelda þeim að vera samstillt í uppeldishlutverkinu og stjórna ágreiningi sín í milli. Einnig er lögð áhersla á að þeir þekki grundvallaratriði í þroska barna og viti hvar er hægt að leita stuðnings og ráðgjafar þegar þörf er á.
ÓB-ráðgjöf heldur námskeiðin í nánu samstarfi við Mosfellsbæ sem stendur straum af kostnaðinum við þau. Þátttakendur greiða skráningagjald sem er 7.500 kr.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 26. október kl. 17:00 – 19:00. Námskeiðið er haldið í Síðumúla 39 í Reykjavík. Kennt er tvær klukkustundir í senn, einu sinni í viku í sex vikur á mánudögum frá kl. 17:00 – 19:00. Kennslan fer fram með fyrirlestrum, verkefnavinnu og umræðum í hópum.
Tengt efni
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Lumar þú á leiguíbúð?
Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum fyrir flóttafólk til leigu.