Leikskólinn Hulduberg heldur upp á 10 ára afmæli sitt í dag, 2. nóvember.
Mikil hátíð verður hjá börnum og starfsmönnum leikskólans í tilefni dagsins, íþróttaálfurinn ætlar að mæta og koma öllum í rétta skapið, krakkarnir skreyta sig svo með andlitsmálningu og gæða sér á pizzu í hádeginu.
Milli kl. 15:00 – 16:30 verður svo opið hús fyrir foreldra, gesti og gangandi. Boðið verður uppá kaffi og ávexti inni á deildum og á kaffistofu. Myndasýning um sögu leikskólans verður í fjölnotarými á þessum tíma.
Við óskum Leikskólanum Huldubergi innilega til hamingju með daginn.
Tengt efni
Kveðjuhóf fyrir Þuríði Stefánsdóttur og Þórhildi Elfarsdóttur
Jóna Rún ráðin leikskólastjóri Huldubergs
Rugldagur á Huldubergi
Föstudaginn 1. nóvember s.l. hélt leikskólinn Hulduberg upp á 14 ára afmæli leikskólans.