Laugardaginn 14. nóvember kl. 13:00 mun kvartettinn Esja leika píanókvartett Brahms no 3 í c moll á tónleikum í Listasal Mosfellsbæjar. Kvartettinn skipa Jane Ade Sutjarjo, píanó, Sigrún Harðardóttir, fiðla, Þórunn Harðardóttir, víóla og Karl Jóhann Bjarnason, selló.
Laugardaginn 14. nóvember kl. 13 mun kvartettinn Esja leika píanókvartett Brahms no 3 í c moll á tónleikum í Listasal Mosfellsbæjar. Kvartettinn skipa Jane Ade Sutjarjo, píanó, Sigrún Harðardóttir, fiðla, Þórunn Harðardóttir, víóla og Karl Jóhann Bjarnason, selló. Öll eru þau nemendur við Listaháskóla Íslands nema Þórunn sem útskrifaðist með BMus gráðu í víóluleik frá Birmingham Conservatory 2008.
Píanókvartett Brahms no. 3 er mjög tilfinningaríkur. Hann var saminn á þeim tíma er góðvinur Brahms og lærifaðir, Robert Schumann, sem hafði verið andlega veikur um tíma, lést á geðveikrahæli 1856. Brahms var lengi ástfanginn af ekkju Schumanns, Clöru Schumann og má því nánast fullyrða að hin meinta ást Brahms til Clöru hafi haft áhrif á andrúmsloft kvartettsins.
Kammerhópurinn lék sama verk í Dómkirkjunni mánudagskvöldið 9. nóvember við góðar undirtektir og voru þeir tónleikar hluti af Unglist – Listahátíð ungs fólks.
Þetta eru tónleikar sem fæstir ættu að láta framhjá sér fara. Aðgangur er ókeypis.
Allir velkomnir.