Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. nóvember 2009

    Laug­ar­dag­inn 14. nóv­em­ber kl. 13:00 mun kvart­ett­inn Esja leika pí­anókvartett Bra­hms no 3 í c moll á tón­leik­um í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar. Kvart­ett­inn skipa Jane Ade Sutjar­jo, pí­anó, Sigrún Harð­ar­dótt­ir, fiðla, Þór­unn Harð­ar­dótt­ir, víóla og Karl Jó­hann Bjarna­son, selló.

    Laug­ar­dag­inn 14. nóv­em­ber kl. 13 mun kvart­ett­inn Esja leika pí­anókvartett Bra­hms no 3 í c moll á tón­leik­um í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar. Kvart­ett­inn skipa Jane Ade Sutjar­jo, pí­anó, Sigrún Harð­ar­dótt­ir, fiðla, Þór­unn Harð­ar­dótt­ir, víóla og Karl Jó­hann Bjarna­son, selló. Öll eru þau nem­end­ur við Lista­há­skóla Ís­lands nema Þór­unn sem út­skrif­að­ist með BMus gráðu í víólu­leik frá Bir­ming­ham Conservatory 2008.
    Pí­anókvartett Bra­hms no. 3 er mjög til­finn­inga­rík­ur. Hann var sam­inn á þeim tíma er góð­vin­ur Bra­hms og lærifað­ir, Robert Schumann, sem hafði ver­ið and­lega veik­ur um tíma, lést á geð­veikra­hæli 1856. Bra­hms var lengi ást­fang­inn af ekkju Schumanns, Clöru Schumann og má því nánast full­yrða að hin meinta ást Bra­hms til Clöru hafi haft áhrif á and­rúms­loft kvart­etts­ins.
    Kamm­er­hóp­ur­inn lék sama verk í Dóm­kirkj­unni mánu­dags­kvöld­ið 9. nóv­em­ber við góð­ar und­ir­tekt­ir og voru þeir tón­leik­ar hluti af Ung­list – Lista­há­tíð ungs fólks. 
    Þetta eru tón­leik­ar sem fæst­ir ættu að láta fram­hjá sér fara. Að­gang­ur er ókeyp­is. 
    All­ir vel­komn­ir.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00