Miðvikudaginn 28. október kl: 20:00-21:00 verður fyrsta opna hús vetrarins á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.
Að þessu sinni verður fjallað um tilgang og markmið skóla- og foreldraráða leik- og grunnskóla skv. lögum um leik- og grunnskóla. Foreldrar í Krikaskóla efna til samræðu við gesti um aðkomu foreldra að skólastarfi í Mosfellsbæ.
Fyrirlesturinn er haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og er öllum opinn, aðgangur ókeypis.