Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. október 2009

Rit­höf­und­ur­inn Ein­ar Kára­son mæt­ir gal­vask­ur á Gljúfra­stein, sunnu­dag­inn 25. októ­ber kl. 16:00, og fjall­ar um Brekku­kots­ann­ál.

Skáld­verk­ið kom fyrst út árið 1957, það fyrsta sem kom út eft­ir að Halldór hlaut bók­mennta­verð­laun Nó­bels 1955.

Pét­ur Már Ólafs­son seg­ir í for­mála 7. út­gáfu Brekku­kots­ann­áls 2005: ” […] sá Halldór Lax­ness sem sendi frá sér Brekku­kots­ann­ál á út­mán­uð­um 1957 var ann­ar Halldór en sá sem skrif­aði Sjálf­stætt fólk rúm­um tveim­ur ára­tug­um áður þótt segja megi að efn­ið sé svip­að: ís­lensk­ur kot­bóndi á fyrri hluta tutt­ug­ustu ald­ar og fjöl­skylda hans. Hann kem­ur aft­ur að gömlu yrk­is­efni en án þeirra póli­tísku við­mið­ana sem settu mark sitt á verk hans á 4. ára­tugn­um.” [1] Þarna vís­ar Pét­ur til  breyttra við­horfa Hall­dórs til sov­ét­sósí­al­ismans, eft­ir að upp­víst varð um óheil­indi Stalíns og síð­ar inn­rás Sov­ét­manna inn í Ung­verja­land. Pét­ur seg­ir enn­frem­ur:

“Í síð­ari bók­um sín­um kem­ur Halldór aft­ur og aft­ur að því að eig­in­lega skipt­ir litlu máli fyr­ir líf okk­ar hér á jörð hvaða trú­ar­leg­ar eða heim­speki­leg­ar formúl­ur við að­hyll­umst. Það séu hinir mann­legu eig­in­leik­ar sem úr­slit­um ráði, hin mann­lega reisn. Marg­ar per­són­ur bóka hans ein­kenn­ast af þessu. Líf þeirra bygg­ir á um­burð­ar­lyndi gagn­vart ná­ung­an­um og er al­gjör­lega laust við hvers kyns of­stæki. Hvað sem á geng­ur birt­ir fólk­ið sína sér­stæðu af­stöðu með óbif­an­legri ró­semi, ein­ung­is með því að breyta eins og því er eðli­legt .” [2]

Pét­ur seg­ir um Álf­grím: “Hann get­ur far­ið að dæmi Georgs Hans­son­ar [Garð­ars Hólm] og tek­ið við ávís­un frá Gúð­mún­sens­búð. Hann get­ur líka val­ið að hafa með sér arf­leifð­ina úr Brekku­koti, bera virð­ingu fyr­ir menn­ingu heims­ins fyr­ir inn­an kross­hlið­ið og gild­um hans og taka með var­úð því sem er fyr­ir utan það. Fram­tíð hans velt­ur á því hvorn kost­inn hann kýs sér.” [3]

Sum­ar­ið sem Halldór varð sjö­tug­ur (1972) hóf­ust tök­ur leik­stjór­ans Rolfs Hädrichs á sjón­varp­s­kvik­mynd um Brekku­kots­ann­ál. Þetta verk­efni var stærsta kvik­mynda­verk­efni sem ráð­ist hafði ver­ið í á Ís­landi á þess­um tíma. Tökustað­ir voru rúm­lega tutt­ugu og mik­il vinna var lögð í leik­mynd­ir. Torf­bær var reist­ur við tjörn í Gerð­um í Garði og heil götu­mynd fyr­ir ofan Geld­inga­nes í Gufu­nesi. Halldór lán­aði stand­klukk­una sína góðu, sem stóð eitt sinn í Brekku­koti, Lax­nesi og nú í and­dyri Gljúfra­steins, sem leik­mun. Hann lét ekki þar við sitja held­ur lék auka­hlut­verk bisk­ups í mynd­inni með “til­þrif­um.” [4]

Við hlökk­um til að heyra hvað Ein­ar Kára­son hef­ur til mál­anna að leggja. Verk mán­að­ar­ins er op­inn les­hring­ur sem Gljúfra­steinn stend­ur fyr­ir. Eitt verk eft­ir Halldór Lax­ness er tek­ið fyr­ir í hverj­um mán­uði sem fólk er hvatt til að lesa. Í lok hvers mán­að­ar er síð­an upp­lagt að heim­sækja Gljúfra­stein og taka þátt í spjalli um verk­ið. Stofu­spjall­inu stýra ýms­ir val­in­kunn­ir bók­mennta­menn og kon­ur.

All­ir eru vel­komn­ir í stofu­spjall­ið. Að­gangs­eyr­ir er að­eins 500 krón­ur og það er síð­ur en svo skylda að hafa ný­lok­ið lestri á við­kom­andi verki.

Heim­ild­ir:

[1][2][3] Pét­ur Már Ólafs­son. 2005. For­máli að 7. úgáfu Brekku­kots­ann­áls. Vaka Helga­fell, Reykja­vík. Bls. 5-11

[4] Halldór Guð­munds­son. 2004. Halldór Lax­ness – Ævi­saga. JPV Út­gáfa, Reykja­vík. Bls. 730-731 Gljúfra­steinn – hús skálds­ins / Lax­ness muse­um P.O. Box 250 270 Mos­fells­bæ ICE­LAND

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00