Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. október 2009

Opn­un­ar­há­tíð Fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar Bóls­ins við Lága­fell­skóla var hald­in 2. októ­ber.

Gest­um var boð­ið að skoða nýend­ur­gert hús­næði og kynna sér það sem er í boði í Ból­inu fyr­ir ung­menni Mos­fells­bæj­ar. Opn­un­ar­há­tíð­in var vel sótt enda glæsi­lega að öllu stað­ið við gerð fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar, tækja­kost­ur er mjög góð­ur og hús­næð­ið allt í sam­ræmi við ósk­ir ung­ling­anna. Starfs­menn voru á staðn­um og bök­uðu vöffl­ur og kynntu starf­sem­ina fyr­ir gest­um.

Svavar Knút­ur í heim­sókn

Met­þátttaka er í fé­lags­mið­stöð­inni nú í haust og mik­ill áhugi  fyr­ir við­burð­um sem ung­menn­in sjá að mestu leyti um að skipu­leggja í sam­starfi við starfs­fólk. Mik­il kosn­inga­bar­átta var í byrj­un hausts­ins þar sem kosn­ir voru full­trú­ar í Ból­ráð og fóru þeir full­trú­ar á lands­mót fé­lags­mið­stöðva á Sauð­ar­krók þar sem Ása Hrund Við­ars­dótt­ir var kos­in í ung­mennaráð SAM­FÉS. Margt skemmti­legt hef­ur ver­ið að gerast í haust, m.a. kom trúba­dor­inn Svavar Knút­ur og skemmti krökk­un­um með tali og söng, hann sló í gegn með sín­um sér­staka húm­or.

Árs­há­tíð í næstu viku

Marg­ir við­burð­ir eru framund­an hjá Ból­inu og má þar nefna hönn­un­ar­keppn­ina STÍL, söngv­akeppni SAM­FÉS og eru marg­ir bún­ir að skrá sig í undan­keppn­irn­ar. Árs­há­tíð Bóls­ins verð­ur hald­in í Hlé­garði 28. októ­ber og verð­ur hryll­ings­þema í skreyt­ing­um. Þar koma fram Dj Óli Geir og hljóm­sveit­in Bob Gill­an og Ztrand­verð­irn­ir en Stef­anía, söng­kon­an í hjóm­sveit­inni, vann söngv­akeppni SAM­FÉS á sín­um tíma.

Í vet­ur er mik­ið um að vera og hvetj­um við þau sem ekki hafa kíkt þar við að tékka á stemm­ing­unni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00