Opnunarhátíð Félagsmiðstöðvarinnar Bólsins við Lágafellskóla var haldin 2. október.
Gestum var boðið að skoða nýendurgert húsnæði og kynna sér það sem er í boði í Bólinu fyrir ungmenni Mosfellsbæjar. Opnunarhátíðin var vel sótt enda glæsilega að öllu staðið við gerð félagsmiðstöðvarinnar, tækjakostur er mjög góður og húsnæðið allt í samræmi við óskir unglinganna. Starfsmenn voru á staðnum og bökuðu vöfflur og kynntu starfsemina fyrir gestum.
Svavar Knútur í heimsókn
Metþátttaka er í félagsmiðstöðinni nú í haust og mikill áhugi fyrir viðburðum sem ungmennin sjá að mestu leyti um að skipuleggja í samstarfi við starfsfólk. Mikil kosningabarátta var í byrjun haustsins þar sem kosnir voru fulltrúar í Bólráð og fóru þeir fulltrúar á landsmót félagsmiðstöðva á Sauðarkrók þar sem Ása Hrund Viðarsdóttir var kosin í ungmennaráð SAMFÉS. Margt skemmtilegt hefur verið að gerast í haust, m.a. kom trúbadorinn Svavar Knútur og skemmti krökkunum með tali og söng, hann sló í gegn með sínum sérstaka húmor.
Árshátíð í næstu viku
Margir viðburðir eru framundan hjá Bólinu og má þar nefna hönnunarkeppnina STÍL, söngvakeppni SAMFÉS og eru margir búnir að skrá sig í undankeppnirnar. Árshátíð Bólsins verður haldin í Hlégarði 28. október og verður hryllingsþema í skreytingum. Þar koma fram Dj Óli Geir og hljómsveitin Bob Gillan og Ztrandverðirnir en Stefanía, söngkonan í hjómsveitinni, vann söngvakeppni SAMFÉS á sínum tíma.
Í vetur er mikið um að vera og hvetjum við þau sem ekki hafa kíkt þar við að tékka á stemmingunni.
Tengt efni
Myndir frá 40 ára afmælisfögnuði Bólsins
Félagsmiðstöðin Bólið fagnaði 40 ára afmæli í síðustu viku og að því tilefni voru haldin tvö böll og glæsileg afmælishátíð.
Félagsmiðstöðin Bólið 40 ára
Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ
Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Lágafellsskóla fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00.