Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. október 2009

Aug­lýst er skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga til­laga að deili­skipu­lagi Mið­bæj­ar og skv. 21. gr. sömu laga til­laga að breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi, sem varða mið­bæj­ar­svæð­ið. Frest­ur til að gera at­huga­semd­ir renn­ur út þann 7. des­em­ber 2009.

Mið­bær Mos­fells­bæj­ar
Til­laga að deili­skipu­lagi og breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér­með skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 til­lögu að nýju deili­skipu­lagi mið­bæj­ar. Skipu­lags­svæð­ið af­markast til suð­urs af Vest­ur­lands­vegi, til vest­urs af Langa­tanga og lóð­um dval­ar­heim­il­is og leik­skóla, til norð­urs af Skeið­holti, Urð­ar­holti og lóð­um við Njarð­ar­holt og Mið­holt, en til aust­urs og suð­aust­urs af Mið­holti og Há­holti og vest­ur­mörk­um Há­holts 13-15 (Krónu­lóð­ar). Á hluta skipu­lags­svæð­is­ins gilda nú eldri deili­skipu­lags­áætlan­ir, s.s. mið­bæj­ar­skipu­lag frá 2001, sem áform­að er að falli úr gildi við sam­þykkt nýs deili­skipu­lags.

Í miðju skipu­lags­svæð­is­ins er opið svæði, Urð­irn­ar, und­ir hverf­is­vernd. Við Há­holt/Bjark­ar­holt ger­ir til­lag­an ráð fyr­ir Menn­ing­ar­húsi og fram­halds­skóla, auk nýrra íbúð­ar­húsa og versl­un­ar- og þjón­ustu­bygg­inga, en eldri bygg­ing­ar á þessu svæði víki. Gert er ráð fyr­ir nýj­um íbúð­ar­hús­um milli Þver­holts og Hlað­hamra en nú­ver­andi Leik­hús víki. Þá er gert ráð fyr­ir ný­bygg­ingu til suð­aust­urs frá Kjarna (Þver­holti 2) og að nú­ver­andi hús norð­an Þver­holts vest­an Kjarna víki fyr­ir nýj­um bygg­ing­um, að­al­lega með íbúð­um, en með versl­un­um á neðstu hæð næst Kjarna.

Sam­hliða of­an­greindri til­lögu að deili­skipu­lagi er einn­ig aug­lýst skv. 1. mgr. 21. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga til­laga að breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi. Um er að ræða tví­þætt­ar breyt­ing­ar í mið­bæn­um: Ann­ar­s­veg­ar á af­mörk­un hverf­is­vernd­ar á klapp­ar­holt­inu Urð­um, sem skerð­ist að sunn­an en stækk­ar að sama skapi til norð­urs, og hins­veg­ar stækk­un mið­svæð­is sunn­an Bjark­ar­holts til vest­urs, að Langa­tanga.

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 1. hæð, frá 26. októ­ber 2009 til 7. des­em­ber 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir. Til­lög­urn­ar eru einn­ig birt­ar á hér á heima­síð­unni, sjá tengla hér að neð­an. Til­laga að breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi ligg­ur einn­ig frammi hjá Skipu­lags­stofn­un.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og hafa borist skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eigi síð­ar en 7. des­em­ber 2009. Hver sá sem ekki ger­ir at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu inn­an þessa frests telst vera henni sam­þykk­ur.

20. októ­ber 2009,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00