Lítil skipasmíðastöð starfar í Mosfellsbænum í húsakynnum ÍSTAKS. Þarvar nýsmíðuðum borpramma gefið nafn í gær en hann á að nota viðhafnarframkvæmdir í Noregi. Þetta kom fram í fréttum RÚV.
Lítil skipasmíðastöð starfar í Mosfellsbænum í húsakynnum ÍSTAKS. Þar var nýsmíðuðum borpramma gefið nafn í gær en hann á að nota við hafnarframkvæmdir í Noregi. Þetta kom fram í fréttum RÚV.
ÍSTAK vinnur að hafnarframkvæmdum í Stamsund í Norður-Noregi og hefur smíðað stóran borpramma í tengslum við það verkefni. Pramminn er um 19 metrar að lengd og hefur 20 metra langa fætur.
Að sögn Lofts Árnasonar, framkvæmdastjóra Ístaks er þetta í fyrsta sinn sem Ístak smíðar skip og í fyrsta sinn í tíu ár sem skip er smíðað á Íslandi. “Ístak ákvað eftir að hafa fengið tilboð bæði frá Íslandi og Póllandi að smíða prammann sjálfir.”