Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir á sunnudaginn, þann 15. nóvember, leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö.
Æfingar hafa staðið yfir síðustu vikur, en alls taka yfir tuttugu leikarar og tónlistarmenn þátt í sýningunni. Leikstjóri er Herdís Þorgeirsdóttir.
Leikritið er fullt af gleði og söng og er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Sýningar verða á sunnudögum í vetur kl. 14:00.
Miðaverð er 1.200 kr. og miðapantanir eru í síma 566-7788.
Tengt efni
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.
Menningarmars í Mosó
Menningarmars í Mosó er nýtt verkefni á vegum Mosfellsbæjar sem hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og hjálpa þeim sem að því standa að kynna sig.
Glæsilegt aðkomutákn vígt við Úlfarsfell
Á 30 ára afmæli bæjarins hinn 9. ágúst 2017 var tekin ákvörðun um að efna til hönnunarsamkeppni um aðkomutákn Mosfellsbæjar.