Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir á sunnudaginn, þann 15. nóvember, leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö.
Æfingar hafa staðið yfir síðustu vikur, en alls taka yfir tuttugu leikarar og tónlistarmenn þátt í sýningunni. Leikstjóri er Herdís Þorgeirsdóttir.
Leikritið er fullt af gleði og söng og er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Sýningar verða á sunnudögum í vetur kl. 14:00.
Miðaverð er 1.200 kr. og miðapantanir eru í síma 566-7788.
Tengt efni
Skapandi umræður á opnum fundi um menningarmál
Um 60 manns tóku þátt í opnum fundi menningar- og lýðræðisnefndar um rými fyrir sköpun og miðlun menningar í Mosfellsbæ sem haldinn var í Hlégarði 28. nóvember.
Sköpum rými
Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar um rými fyrir sköpun og miðlun menningar í Mosfellsbæ verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 28. nóvember.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.