Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar vegna heimsfaraldurs inflúensu og jafnframt stofnað neyðarstjórnsem tekur til starfa ef og þegar neyðarástand ríkir.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt viðbragðsáætlunMosfellsbæjar vegna heimsfaraldurs inflúensu og jafnframt stofnað neyðarstjórnsem tekur til starfa ef og þegar neyðarástand ríkir. Viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar er gerð í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og er hluti af svæðisáætlun almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.
Auk viðbragðsáætlunar fyrir starfsemi sveitarfélagsins í heild hafa einstök svið og stofnanir gert áætlanir um viðbrögð við afleiðingum flensunnar á viðkomandi starfsemi.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mælti með því að sveitarfélögin stofnuðu neyðarstjórnir til að vinna með Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins og Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í neyð. NeyðarstjórnMosfellsbæjar skipa bæjarstjóri, framkvæmdastjórar sviða, fjármálastjóri og kynningarstjóri.
Að mati Slökkviliðsins er nauðsynlegt að hafa tengiliði í hverju sveitarfélagi sem þekkja vel til starfsemi þess og hafa umboð til aðtaka ákvarðanir. Einnig var mælt með að neyðarstjórnir gætu samþykkt fjárútlát sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun ef upp koma atvik sem krefjast þessað brugðist sé við samstundis. Þar getur verið um að ræða kaup á björgunarbúnaði, matvælum eða öðru slíku.
Í viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar er m.a. lögð áhersla á að styrkja sóttvarnir á vinnustöðum, skipuleggja aðgerðir til að mæta auknum forföllum á vinnustöðum og tryggja viðkvæma grunnþjónustu. Jafnframt er leitast við að meta hvaða þjónusta verði að haldast órofin breytist áhættumat frá ágúst 2009 og dánartíðni verði umfram það sem búast má við í venjulegu árferði. Markmið áætlunarinnar er að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð yfirstjórnar í faraldri.
Þau sem vilja fylgjast nánar með fyrirmælum og upplýsingum sóttvarnalæknis og almannavarna er bent á vefsvæði þeirra.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði