Líf og fjör í Leikhúsinu
Það er mikið um að vera þessa dagana í Leikfélagi Mosfellssveitar. Sýningum á söngleiknum Fúttlús sem 13-16 ára hópur Leikgleði námskeiðanna setti upp í sumar var að ljúka. Krakkarnir stóðu sig með mestu prýði og sýndu 10 sýningar fyrir fullu húsi.
Lýðveldið við lækinn
Nú stendur yfir myndlistarsýningin Lýðveldið við lækinn í Þrúðvangi við Varmá í Álafosskvosinni. Sýningin stendur til 11. október og er opið frá kl. 14-18. Sýningin er hluti af þríþættu sýningarverkefni sem hverfist um hugmyndir um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og náttúrulegt umhverfi þriggja sýningarstaða. Fyrsta sýningin var haldin í vor í heyhlöðu við Mývatn og nefndist Lýðveldið við vatnið. Önnur sýningin nefndist Lýðveldið við fjörðinn og var hún haldin í sumar í yfirgefnum verbúðum á Eyri, Ingólfsfirði á Ströndum.
Glæsihallir byggðar í 4.HH
Í 4.bekk hjá Hafdísi Hilmarsdóttur kennara í Varmárskóla er ekki fúlsað við “rusli” eins og plast töppum eða afsöguðum viðarbútum. Eftir smávægilega fínpússun nemenda með sandpappír og tilfæringar á töppunum er þetta orðinn fínasti efniviður í glæsihallir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Reykjakot fékk jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2009
Leikskólinn Reykjakot hlaut jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2009 þegar þau voru veitt á jafnréttisdegi Mosfellsbæjará dögunum.
Mosfellsbær og PrimaCare í viðræðum um einkasjúkrahús og hótel
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform forsvarsmanna fyrirtækisins PrimaCare um byggingu einkarekins sjúkrahúss og hótels á Íslandi og fagnar því að PrimaCare sýni Mosfellsbæ áhuga varðandi hugsanlega staðsetningu. Mosfellsbær og forsvarsmenn PrimaCare hafa verið í viðræðum um samvinnu varðandi hið nýja sjúkrahús.
Börnin virk á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði þann18. september síðastlitðinn. Dagurinn er haldinn árlega á fæðingardegi HelguJ. Magnúsdóttur, en hún var fyrst kvenna til að vera oddviti íMosfellsbæ og lét sig málefni kvenna varða með ýmsum hætti. Um 40gestir komu á jafnréttisdaginn, og auk þess tóku á annað hundrað barnaúr Mosfellsbæ þátt í deginum.
Rýnt í Kvæðakverið á Gljúfrasteini
Vilborg Dagbjartsdóttir og Guðmundur Andri rýna í Kvæðakverið á Gljúfrasteini 27. september kl. 16:00.
Kynning vistvænna bíla og hjóla
Í dag, þriðjudaginn 22. september, fer fram í Mosfellsbæ kynning á vistvænum bílum og hjólum.Boðið verður uppá kynningu og reynsluakstur á rafmagnsbílum, metanbílum, tvinnbílum, rafmagnshjólum og ýmsum áhugaverðum reiðhjólum.Þessi vistvænu farartæki verða staðsett á bílaplani austan við Kjarna, til móts við Bónus, frá kl. 16:30-18:00.
Hjólaþrautabraut og hjóladagur fjölskyldunnar
Í tilefni af samgönguviku verður í dag, föstudaginn 18. september, sett upp hjólaþrautabraut á Miðbæjartorgi og boðið upp á sýningu BMX landsliðsins í hjólreiðum.
Friðartónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar
Mánudaginn þann 21.september fagnar Listaskóli Mosfellsbæjar alþjóðlega friðardeginum með tónleikum í Kjarnanum. Tónleikarnir hefjast kl: 20:00 og er ókeypis inn. Að tónleikum loknum verður kveikt á firðarkertum við tjörn bæjarins. Fjölmennum og hvetjum til friðar í heiminum
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2009
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn í Hlégarði í dag, föstudag 18. september kl. 10:00 – 12:00.
Skiljum bílinn eftir heima á föstudag
Í dag, föstudag, er bíllausi dagurinn í Mosfellsbæ þar sem fólk er hvatt til þess að skilja bílinn eftir heima. Af því tilefni munu leikskólar í Mosfellsbæ hvetja starfsfólk og foreldra barna til að skilja bílinn eftir heima þennan dag og nýta sér aðra samgöngumáta ef þeir geta, t.d. labba, hjóla eða nota almenningssamgöngur.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2009
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2009 er Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettleikari.
Mosfellsbær í fararbroddi í sjálfbærri þróun
Mosfellsbær og Landvernd skrifuðu nýverið undir nýjan samning vegna verkefnisins Vistvernd í verki. Mosfellsbær er með fyrstu sveitarfélögum á landinu til að endurnýja samning sinn við Landvernd vegna verkefnisins og er þannig í fararbroddi í sjálfbæri þróun.
Fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi í Miðbæ - Forkynning
Í undirbúningi er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024. Um er að ræða breytingar í Miðbænum, annars vegar á afmörkun hverfisverndar á klapparholtinu Urðum, og hinsvegar stækkun miðbæjarsvæðis að gatnamótum Langatanga og Vesturlandsvegar.
Umhverfisviðurkenningarnar 2009
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2009 voru afhentar á bæjarhátíðinni Í túninu heima um síðustu helgi.
Gullætur og ísbjarnarkjöt í Listasal
Opnun laugardaginn 5. september kl. 14:00.
Frábær árangur
Meistaramót Íslands 11 – 14 ára í frjálsum var haldið á Höfn í Hornafirði dagana 15. – 16. ágúst síðastliðinn.
Vel lukkuð bæjarhátíð
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, fór fram um síðustu helgi og eru þátttakendur sem og skipuleggjendur almennt sammála um að hátíðin í ár hafi verið sú best heppnaða til þessa enda var þátttaka með eindæmum góð.
Nýr vefur Mosfellsbæjar kominn í loftið
Nýr vefur Mosfellsbæjar hefur verið settur í loftið.