Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði þann 18. september síðastlitðinn.
Dagurinn er haldinn árlega á fæðingardegi Helgu J. Magnúsdóttur en hún var fyrst kvenna til að vera oddviti í Mosfellsbæ og lét sig málefni kvenna varða með ýmsum hætti. Um 40 gestir komu á jafnréttisdaginn, og auk þess tóku á annað hundrað barna úr Mosfellsbæ þátt í deginum.
Mosfellsbær er hefur síðastliðin tvö ár verið þátttakandi í verkefninu Jafnréttisfræðsla í skólum, í samvinnu við Jafnréttisstofu, Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Hafnarfjörð, Reykjavík, Kópavog og Akureyri. Þar hafa verið unnin ýmis verkefni sem tengjast jafnréttisfræðslu í skólum.
Af þessum sökum var ákveðið að tileinka jafnréttisdag Mosfellsbæjar jafnrétti í skólum, og yfirskrift dagsins var: Jafnrétti í skólum – raddir barna. Börn úr Mosfellsbæ á aldrinum 5 – 15 ára komu í Hlégarð og fjölluðu um jafnréttismál og jafnréttisfræðslu út frá sínu sjónarhorni.
5 ára nemendur í Reykjakoti sungu fyrir nærstadda og lögðu til hugmyndir sínar um stráka og stelpur. Nemendur í 5 ára deild Lágafellsskóla höfðu teiknað fallegar myndir af sínum hugmyndum um jafnrétti og sögðu frá þeim. Nemendur í 3. bekk Lágafellsskóla höfðu unnið heilmikið verkefni um jafnrétti í leik og starfi og kynntu það með miklum glæsibrag. Eftir hlé komu unglingar úr 8. og 9. bekk Varmárskóla og héldu erindi um það hvernig jafnréttisfræðslu þau myndu vilja fá í skólanum og að lokum sýndu nemendur ú 8. og 9. bekk Lágafellsskóla myndband sem þau höfðu búið til um jafnréttismál í sínum skóla.
Það var mál manna að innlegg barna og unglinga í Mosfellsbæ þennan dag hefðu í öllum tilfellum verið einstaklega vel undirbúin og skemmtilega framsett. Kann Mosfellsbær þeim bestu þakkir fyrir þeirra þátt í að gera þennan jafnréttisdag áhugaverðan og skemmtilegan eins og hann var.
Tengt efni
Upptaka frá jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði 22. september 2022.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði í dag. Málefni dagsins var jafnrétti á vinnumarkaði út frá ólíkum aldurshópum.
Haldið upp á Jafnréttisdag Mosfellsbæjar í Hlégarði 22. september 2022
Dagskrá í Hlégarði á milli kl. 15:00 – 17:00.