Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. september 2009

Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar var hald­inn há­tíð­leg­ur í Hlé­garði þann 18. sept­em­ber síð­ast­litð­inn.

Dag­ur­inn er hald­inn ár­lega á fæð­ing­ar­degi Helgu J. Magnús­dótt­ur en hún var fyrst kvenna til að vera odd­viti í Mos­fells­bæ og lét sig mál­efni kvenna varða með ýms­um hætti. Um 40 gest­ir komu á jafn­rétt­is­dag­inn, og auk þess tóku á ann­að hundrað barna úr Mos­fells­bæ þátt í deg­in­um.

Mos­fells­bær er hef­ur síð­ast­lið­in tvö ár ver­ið þátt­tak­andi í verk­efn­inu Jafn­rétt­is­fræðsla í skól­um, í sam­vinnu við Jafn­rétt­is­stofu, Fé­lags- og trygg­inga­mála­ráðu­neyt­ið, Hafn­ar­fjörð, Reykja­vík, Kópa­vog og Ak­ur­eyri. Þar hafa ver­ið unn­in ýmis verk­efni sem tengjast jafn­rétt­is­fræðslu í skól­um.

Af þess­um sök­um var ákveð­ið að til­einka jafn­rétt­is­dag Mos­fells­bæj­ar jafn­rétti í skól­um, og yf­ir­skrift dags­ins var: Jafn­rétti í skól­um – radd­ir barna. Börn úr Mos­fells­bæ á aldr­in­um 5 – 15 ára komu í Hlé­garð og fjöll­uðu um jafn­rétt­is­mál og jafn­rétt­is­fræðslu út frá sínu sjón­ar­horni.

5 ára nem­end­ur í Reykja­koti sungu fyr­ir nærstadda og lögðu til hug­mynd­ir sín­ar um stráka og stelp­ur. Nem­end­ur í 5 ára deild Lága­fells­skóla höfðu teikn­að fal­leg­ar mynd­ir af sín­um hug­mynd­um um jafn­rétti og sögðu frá þeim. Nem­end­ur í 3. bekk Lága­fells­skóla höfðu unn­ið heil­mik­ið verk­efni um jafn­rétti í leik og starfi og kynntu það með mikl­um glæsi­brag. Eft­ir hlé komu ung­ling­ar úr 8. og 9. bekk Varmár­skóla og héldu er­indi um það hvern­ig jafn­rétt­is­fræðslu þau myndu vilja fá í skól­an­um og að lok­um sýndu nem­end­ur ú 8. og 9. bekk Lága­fells­skóla mynd­band sem þau höfðu búið til um jafn­rétt­is­mál í sín­um skóla.

Það var mál manna að inn­legg barna og ung­linga í Mos­fells­bæ þenn­an dag hefðu í öll­um til­fell­um ver­ið ein­stak­lega vel und­ir­bú­in og skemmti­lega fram­sett. Kann Mos­fells­bær þeim bestu þakk­ir fyr­ir þeirra þátt í að gera þenn­an jafn­rétt­is­dag áhuga­verð­an og skemmti­leg­an eins og hann var.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00