Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. september 2009

Opn­un laug­ar­dag­inn 5. sept­em­ber kl. 14:00.

Laug­ar­dag­inn 5. sept­em­ber kl. 14:00 opn­ar sýn­ing Bjargeyj­ar Ólafs­dótt­ur Gullæt­urn­ar / The Gold Ea­ters (Ég les ít­alska Vouge og borða ís­bjarn­ar­kjöt með putt­un­um / I read Itali­an Vouge and eat pol­ar­be­ar meat with my fin­gers) í Lista­saln­um.

Sýn­ing­in sam­an­stend­ur af teikn­ing­um og mál­verk­um unn­um á síð­ast­liðn­um tveim­ur árum í Reykja­vík, New York, Hels­inki, Stokk­hólmi og Par­ís. Sýn­ing­in er opin á af­greiðslu­tíma Bóka­safns­ins.

All­ir vel­komn­ir – Að­gang­ur er ókeyp­is.


Bjargey Ólafs­dótt­ir

Bjargey Ólafs­dótt­ir hef­ur sýnt víða á síð­ustu árum, bæði hér á landi sem er­lend­is. Hún ein­skorð­ar sig ekki við einn ákveð­inn mið­il held­ur vel­ur það sem hent­ar hug­mynd­inni best hverju sinni. Hún tek­ur jöfn­um hönd­um ljós­mynd­ir, ger­ir kvik­mynd­ir, teikn­ar og mál­ar.

Bjargey var fyr­ir skemmstu til­nefnd til Leopold Godowsky ljós­mynda­verð­laun­anna fyr­ir sýn­ingu sína TÍRU sem var í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur. Bjargey sýn­ir safn teikn­inga sem hún hef­ur unn­ið á síð­ast­liðn­um tveim­ur árum. Einn­ig sýn­ir Bjargey mál­verk. Teikn­ing­arn­ar hafa breiða skír­skot­un. Þær eru gjarn­an af fólki sem hef­ur ver­ið við­fangs­efni Bjargeyj­ar um langa hríð. Texta­brot og setn­ing­ar koma oft fyr­ir í mynd­un­um. Þær eru flest­ar í minni kant­in­um og hafa rúm­ast inn­an skissu­bóka lista­manns­ins. Mál­verkin eru hins veg­ar gríð­ar­stór og eru flest af sama meiði og teikn­ing­arn­ar. Bjargey leyf­ir okk­ur hér að skyggn­ast inn í sagna­heim sinn með teikn­ing­um og mál­verk­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00