Laugardaginn 5. september kl. 14:00 opnar sýning Bjargeyjar Ólafsdóttur Gullæturnar / The Gold Eaters (Ég les ítalska Vouge og borða ísbjarnarkjöt með puttunum / I read Italian Vouge and eat polarbear meat with my fingers) í Listasalnum.
Sýningin samanstendur af teikningum og málverkum unnum á síðastliðnum tveimur árum í Reykjavík, New York, Helsinki, Stokkhólmi og París. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins.
Allir velkomnir – Aðgangur er ókeypis.
Bjargey Ólafsdóttir
Bjargey Ólafsdóttir hefur sýnt víða á síðustu árum, bæði hér á landi sem erlendis. Hún einskorðar sig ekki við einn ákveðinn miðil heldur velur það sem hentar hugmyndinni best hverju sinni. Hún tekur jöfnum höndum ljósmyndir, gerir kvikmyndir, teiknar og málar.
Bjargey var fyrir skemmstu tilnefnd til Leopold Godowsky ljósmyndaverðlaunanna fyrir sýningu sína TÍRU sem var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Bjargey sýnir safn teikninga sem hún hefur unnið á síðastliðnum tveimur árum. Einnig sýnir Bjargey málverk. Teikningarnar hafa breiða skírskotun. Þær eru gjarnan af fólki sem hefur verið viðfangsefni Bjargeyjar um langa hríð. Textabrot og setningar koma oft fyrir í myndunum. Þær eru flestar í minni kantinum og hafa rúmast innan skissubóka listamannsins. Málverkin eru hins vegar gríðarstór og eru flest af sama meiði og teikningarnar. Bjargey leyfir okkur hér að skyggnast inn í sagnaheim sinn með teikningum og málverkum.
Tengt efni
Listamarkaður í desember 2024
Listasalur Mosfellsbæjar kallar eftir listafólki til að taka þátt í jólamarkaði 2024.
Nafnasamkeppni Listasalar Mosfellsbæjar
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2025 - Umsóknarfrestur til 8. júní 2024
Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2024.