Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. september 2009

Í und­ir­bún­ingi er til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002-2024.

Um er að ræða breyt­ing­ar í Mið­bæn­um, ann­ars veg­ar á af­mörk­un hverf­is­vernd­ar á klapp­ar­holt­inu Urð­um, og hins­veg­ar stækk­un mið­bæj­ar­svæð­is að gatna­mót­um Langa­tanga og Vest­ur­lands­veg­ar.

Þessi áform um breyt­ing­ar á að­al­skipu­lagi tengjast nið­ur­stöðu vinnu að deili­skipu­lagi Mið­bæj­ar­ins, sem stað­ið hef­ur yfir und­an­farin miss­eri. Til­laga að deili­skipu­lag­inu er nú að verða full­bú­in og er fyr­ir­hug­að að hún verði aug­lýst á næst­unni skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga. Vænt­an­leg deili­skipu­lagstil­laga vík­ur í nokkr­um at­rið­um frá gild­andi að­al­skipu­lagi og er því fyr­ir­hug­að að sam­hliða henni verði aug­lýst til­laga að breyt­ing­um á að­al­skipu­lag­inu, þann­ig að sam­ræmi verði milli aðal- og deili­skipu­lags.

Fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á að­al­skipu­lag­inu eru sem hér seg­ir:

a)  Í deili­skipu­lagstil­lög­unni er gert ráð fyr­ir að lóð fyr­ir fram­halds­skóla verði milli Bjark­ar­holts og Vest­ur­lands­veg­ar, næst Langa­tanga. Vest­asti hluti fyr­ir­hug­aðr­ar lóð­ar er í gild­andi að­al­skipu­lagi skil­greind­ur sem grænt svæði til sér­stakra nota (skógrækt). Nauð­syn­legt er að breyta þeirri skil­grein­ingu til að stað­ur­inn geti nýst fyr­ir fram­halds­skóla. Breyt­ing­in felst  í því að reit­ur mið­svæð­is stækk­ar til vest­urs, að Langa­tanga, á kostn­að græna svæð­is­ins.

b)  Skv. til­lögu að deili­skipu­lagi er fyr­ir­hug­að­ur stað­ur fyr­ir kirkju og menn­ing­ar­hús norð­an Há­holts, næst vest­an Há­holts 14. Fyr­ir ligg­ur nið­ur­staða hug­mynda­sam­keppni um hönn­un húss­ins á þess­um stað, í jaðri Urð­anna sem eru jök­ul­rákað­ar grágrýtisklapp­ir með lyng­gróðri og njóta hverf­is­vernd­ar skv. gild­andi að­al­skipu­lagi. Til að fyr­ir­hug­uð bygg­ing kom­ist fyr­ir á þess­um stað, er nauð­syn­legt að hún fái að ganga að hluta inn á klapp­ar­holt­ið. Því er lagt til að að­al­skipu­lag breyt­ist þann­ig að suð­ur­mörk hverf­is­vernd­ar­svæð­is færist norð­ar (minnk­un svæð­is um 2.700 m2), en jafn­framt að hverf­is­vernd­ar­svæð­ið stækki á tveim­ur stöð­um til norð­urs um sam­tals 2.600 m2 til sam­ræm­is við deili­skipu­lagstil­lög­una.

Til­lög­ur að deili­skipu­lagi mið­bæj­ar og breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi hafa að und­an­förnu ver­ið til um­fjöll­un­ar í skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd og um­hverf­is­ráði og er stefnt að því að full­bú­in til­laga að breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi verði lögð fyr­ir bæj­ar­stjórn þann 23. sept­em­ber n.k. Hljóti hún sam­þykki, verð­ur næsta skref í skipu­lags­ferl­inu að aug­lýsa hana skv. 21. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga með 6 vikna at­huga­semda­fresti.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00