Það er mikið um að vera þessa dagana í Leikfélagi Mosfellssveitar.
Sýningum á söngleiknum Fúttlús sem 13-16 ára hópur Leikgleði námskeiðanna setti upp í sumar var að ljúka. Krakkarnir stóðu sig með mestu prýði og sýndu 10 sýningar fyrir fullu húsi.
Nú er verið að æfa barnaleikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö í leikstjórn Herdísar Þorgeirsdóttir, en sýningar eiga að hefjast í byrjun nóvember. Auk þess er nýtt leiklistar- og tónlistarnámskeið að fara af stað 8. október fyrir börn á aldrinum 9-12 ára í umsjón Sigrúnar Harðardóttur.