Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. september 2009

    Fúttlús leiksýningÞað er mik­ið um að vera þessa dag­ana í Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar. Sýn­ing­um á söng­leikn­um Fútt­lús sem 13-16 ára hóp­ur Leik­gleði nám­skeið­anna setti upp í sum­ar var að ljúka. Krakk­arn­ir stóðu sig með mestu prýði og sýndu 10 sýn­ing­ar fyr­ir fullu húsi.

    Fúttlús leiksýningNú er ver­ið að æfa barna­leik­rit­ið Mjall­hvít og dverg­arn­ir sjö í leik­stjórn Her­dís­ar Þor­geirs­dótt­ir, en sýn­ing­ar eiga að hefjast í byrj­un nóv­em­ber. Auk þess er nýtt leik­list­ar- og tón­list­ar­nám­skeið að fara af stað 8. októ­ber fyr­ir börn á aldr­in­um 9-12 ára í um­sjón Sigrún­ar Harð­ar­dótt­ur. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um nám­skeið­ið og skrán­ing er á www.leik­g­ledi.webs.com.