Nú er verið að æfa barnaleikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö í leikstjórn Herdísar Þorgeirsdóttir, en sýningar eiga að hefjast í byrjun nóvember. Auk þess er nýtt leiklistar- og tónlistarnámskeið að fara af stað 8. október fyrir börn á aldrinum 9-12 ára í umsjón Sigrúnar Harðardóttur. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning er á www.leikgledi.webs.com.