Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. september 2009

Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir og Guð­mund­ur Andri rýna í Kvæða­kver­ið á Gljúfra­steini 27. sept­em­ber kl. 16:00.

Hið ást­sæla skáld, rit­höf­und­ur og kenn­ari Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir ýtir Verki mán­að­ar­ins úr vör í sept­em­ber, með hug­renn­ing­um sín­um og upp­lestri úr Kvæða­kveri Hall­dórs Lax­ness, sem fyrst kom út árið 1930. Guð­mund­ur Andri Thors­son rit­höf­und­ur mun ræða við Vil­borgu um kvæð­in og hvetja gesti til að taka þátt í spjall­inu og velta vöng­um í stof­unni á Gljúfra­steini 27. sept­em­ber kl. 16:00.

Ljóð­in í Kvæða­kveri Hall­dórs Lax­ness þóttu all­ný­stár­leg á sín­um tíma. Þar komu fram djarf­ar til­raun­ir til að leysa ís­lenskt ljóð­mál úr viðj­um hins hefð­bundna forms og tónn­inn var ögr­andi. Í ljóð­un­um mátti finna háðs­ádeilu, stæl­ing­ar og gam­an­mál, upp­reisn gegn fá­fengi­legu orða­prjáli og upp­blásn­um há­tíð­leik. Með­al ljóð­anna í Kvæða­kveri var Úng­líng­ur­inn í skóg­in­um en það er fyrsta súr­realíska kvæð­ið á ís­lensku. Al­þing­is­menn voru hins veg­ar ekki ýkja sátt­ir við Úng­líng­inn og sviptu Halldór Lax­ness skálda­laun­um fyr­ir kveð­skap­inn.

Ljóða­gerð var alla tíð auka­geta hjá Hall­dóri Lax­ness. Hann ein­beitti sér að rit­un skáld­sagna um ára­tuga skeið en krydd­aði þær gjarn­an með ljóð­um. Heimsljós er þekkt­asta dæm­ið, enda er að­al­per­són­an Ólaf­ur Kára­son skáld. Ljóð­in eru flest í hefð­bundnu formi, bund­in í stuðla og höf­uð­stafi.

Verk mán­að­ar­ins er op­inn les­hring­ur sem Gljúfra­steinn stend­ur fyr­ir. Eitt verk eft­ir Halldór Lax­ness er tek­ið fyr­ir í hverj­um mán­uði sem fólk er hvatt til að lesa. Í lok hvers mán­að­ar er síð­an upp­lagt að heim­sækja Gljúfra­stein og taka þátt í spjalli, sem fram fer í stof­unni, um verk­ið. Stofu­spjall­inu stýra ýms­ir val­in­kunn­ir bók­mennta­menn og kon­ur.

Það eru all­ir vel­komn­ir á stofu­spjall­ið, að­gangs­eyr­ir er að­eins 500 krón­ur og það er síð­ur en svo skylda að hafa ný­lok­ið lestri á við­kom­andi verki.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00