Í dag, föstudag, er bíllausi dagurinn í Mosfellsbæ þar sem fólk er hvatt til þess að skilja bílinn eftir heima.
Af því tilefni munu leikskólar í Mosfellsbæ hvetja starfsfólk og foreldra barna til að skilja bílinn eftir heima þennan dag og nýta sér aðra samgöngumáta ef þeir geta, t.d. labba, hjóla eða nota almenningssamgöngur.
Ljóst er að mun fleiri nota sér einkabílinn en í raun þurfa þess og markmiðið er að hvetja fólk til að snúa sér að öðrum vistvænni samgöngumátum ef kostur er. Skiljum því bílinn eftir heima í dag og njótum þess að ganga eða hjóla.