Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. september 2009

  Álafoss lýðveldiðNú stend­ur yfir mynd­list­ar­sýn­ing­in Lýð­veld­ið við læk­inn í Þrúð­vangi við Varmá í Ála­fosskvos­inni. Sýn­ing­in stend­ur til 11. októ­ber og er opið frá kl. 14-18.  Sýn­ing­in er hluti af þrí­þættu sýn­ing­ar­verk­efni sem hverf­ist um hug­mynd­ir um ís­lenska lýð­veld­ið í tengsl­um við menn­ing­ar­sögu og nátt­úru­legt um­hverfi þriggja sýn­ing­ar­staða.

  Fyrsta sýn­ing­in var hald­in í vor í heyhlöðu við Mý­vatn og nefnd­ist Lýð­veld­ið við vatn­ið. Önn­ur sýn­ing­in nefnd­ist Lýð­veld­ið við fjörð­inn og var hún hald­in í sum­ar í yf­ir­gefn­um ver­búð­um á Eyri, Ing­ólfs­firði á Strönd­um.

  Álafoss lýðveldiðNú stend­ur yfir mynd­list­ar­sýn­ing­in Lýð­veld­ið við læk­inn í Þrúð­vangi við Varmá í Ála­fosskvos­inni. Sýn­ing­in stend­ur til 11. októ­ber og er opið frá kl. 14-18.  Sýn­ing­in er hluti af þrí­þættu sýn­ing­ar­verk­efni sem hverf­ist um hug­mynd­ir um ís­lenska lýð­veld­ið í tengsl­um við menn­ing­ar­sögu og nátt­úru­legt um­hverfi þriggja sýn­ing­ar­staða.

  Fyrsta sýn­ing­in var hald­in í vor í heyhlöðu við Mý­vatn og nefnd­ist Lýð­veld­ið við vatn­ið. Önn­ur sýn­ing­in nefnd­ist Lýð­veld­ið við fjörð­inn og var hún hald­in í sum­ar í yf­ir­gefn­um ver­búð­um á Eyri, Ing­ólfs­firði á Strönd­um.

  Sýn­ing­ar­verk­efn­ið hef­ur hlot­ið styrk frá Hlað­varp­an­um, menn­ing­ar­sjóði kvenna.

  Lista­menn­irn­ir sem sýna eru: Anna Jóa, Bryn­dís Jóns­dótt­ir, Guð­björg Lind Jóns­dótt­ir, Hild­ur Mar­grét­ar­dótt­ir, Hlíf Ás­gríms­dótt­ir, Krist­ín Geirs­dótt­ir, Krist­ín Jóns­dótt­ir frá Munka­þverá og Ólöf Odd­geirs­dótt­ir.

  Verk­efn­ið er sjálf­stætt fram­hald af sam­sýn­ingu hóps­ins ,,Lýð­veld­ið Ís­land“ sem hald­in var í Þrúð­vangi, Ála­fosskvos­inni árið 2004 og til­eink­uð var 60 ára af­mæli ís­lenska lýð­veld­is­ins.