Nú stendur yfir myndlistarsýningin Lýðveldið við lækinn í Þrúðvangi við Varmá í Álafosskvosinni.
Sýningin stendur til 11. október og er opið frá kl. 14-18.
Sýningin er hluti af þríþættu sýningarverkefni sem hverfist um hugmyndir um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og náttúrulegt umhverfi þriggja sýningarstaða.
Fyrsta sýningin var haldin í vor í heyhlöðu við Mývatn og nefndist Lýðveldið við vatnið. Önnur sýningin nefndist Lýðveldið við fjörðinn og var hún haldin í sumar í yfirgefnum verbúðum á Eyri, Ingólfsfirði á Ströndum.
Sýningarverkefnið hefur hlotið styrk frá Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna.
Listamennirnir sem sýna eru: Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir.
Verkefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins ,Lýðveldið Ísland sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos