Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. september 2009

    Mos­fells­bær og Land­vernd skrif­uðu ný­ver­ið und­ir nýj­an samn­ing vegna verk­efn­is­ins Vist­vernd í verki.  Mos­fells­bær er með fyrstu sveit­ar­fé­lög­um á land­inu til að end­ur­nýja samn­ing sinn við Land­vernd vegna verk­efn­is­ins og er þannig í far­ar­broddi í sjálf­bæri þró­un.

    Mos­fells­bær og Land­vernd skrif­uðu ný­ver­ið und­ir nýj­an samn­ing vegna verk­efn­is­ins Vist­vernd í verki.  Mos­fells­bær er með fyrstu sveit­ar­fé­lög­um á land­inu til að end­ur­nýja samn­ing sinn við Land­vernd vegna verk­efn­is­ins og er þannig í far­ar­broddi í sjálf­bæri þró­un.

    Vist­vernd í verki geng­ur út á það að gefa íbú­um kost á að taka þátt í vist­hóp­um sem stuðla að vist­vænni lífs­stíl.  Vist­hóp­arn­ir fara í gegn­um helstu þætti um­hverf­is­mála heim­il­anna á sér­stök­um fund­um og taka þar fyr­ir valda efn­is­flokka, svo sem sorp, orku, sam­göng­ur, inn­kaup og vatn.  Sér­stak­ur leið­bein­andi fylg­ir hverj­um vist­hópi í gegn­um verk­efn­ið og að­stoð­ar þátt­tak­end­ur við að taka upp um­hverf­i­s­vænni lifn­að­ar­hætti.

    Nú þeg­ar eru vist­hóp­ar í gangi í Mos­fells­bæ og enn­þá er pláss fyr­ir fleiri þátt­tak­end­ur. Þeir sem vilja taka þátt í verk­efn­inu geta sett sig í sam­band við Land­vernd í síma 552 5242 eða skráð sig í gegn­um heim­síðu verk­efn­is, www.land­vernd.is/vist­vernd eða með því að smella á hnapp­inn hér að neð­an.


    Ný­ver­ið gaf Mos­fells­bær út bæk­ling um stefnu­mót­un bæj­ar­ins um sjálf­bært sam­fé­lag til 2020. Bæk­lingn­um má fletta hér fyr­ir neð­an.