Meistaramót Íslands 11 – 14 ára í frjálsum var haldið á Höfn í Hornafirði dagana 15. – 16. ágúst síðastliðinn.
Mótið var í alla staði vel skipulagt og heimamönnum til mikils sóma og þökkum við þeim kærlega fyrir góða helgi.
Fulltrúar Aftureldingar létu 444 km ekki aftra sér og mættu galvösk á staðinn, fáliðuð en einbeitt uppskáru þau frábæran árangur og komu heim með fimm silfur og tvö brons auk þess að margir voru að bæta sinn fyrri árangur og setja persónuleg met.
Óskum við þessum krökkum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í vetur, greinilegt að hér eru á ferð efnilegir krakkar sem vert er að fylgjast með.