Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. september 2009

    Í túninu heimaBæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar, Í tún­inu heima, fór fram um síð­ustu helgi og eru þátt­tak­end­ur sem og skipu­leggj­end­ur al­mennt sam­mála um að há­tíð­in í ár hafi ver­ið sú best heppn­aða til þessa enda var þátt­taka með ein­dæm­um góð.

    Bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar, Í tún­inu heima, fór fram um síð­ustu helgi og eru þátt­tak­end­ur sem og skipu­leggj­end­ur al­mennt sam­mála um að há­tíð­in í ár hafi ver­ið sú best heppn­aða til þessa. Þátt­taka bæj­ar­búa var með ein­dæm­um góð og setti það svip sinn á há­tið­ina. Bær­inn ið­aði af lífi alla helg­ina og var nán­ast hvert ein­asta hús í bæn­um skreytt í hverf­islit­un­um.

    Ágæt­is­þátt­taka var í skrúð­göng­unni á föstu­dags­kvöld og há­tíð­ar­stemmn­ing við varð­eld­inn í Ull­ar­nes­brekk­um fram eft­ir kvöldi. Varmár­svæð­ið sprikl­aði allt af lífi all­an laug­ar­dag­inn og var stans­laus traffík á báða úti­mark­að­ina, í Ála­fosskvos og Mos­fells­dal, all­an dag­inn. Þús­und­ir skemmtu sér stór­vel á frá­bær­um úti­tón­leik­um á Mið­bæj­ar­torgi og var fullt hús á stórd­ans­leik Aft­ur­eld­ing­ar í Íþrótta­hús­inu að­far­arnótt laug­ar­dags.

    Góð mæt­ing var í Íþrótta­hús­ið á sunnu­dag­inn og var hápunkt­ur dags­ins tón­leik­ar með Stór­sveit Reykja­vík­ur ásamt Ragga Bjarna og Kristjönu Stef­áns, sem tók­ust einkar vel. Mos­fells­bær þakk­ar öll­um þeim sem tóku þátt í frá­bærri bæj­ar­há­tíð og von­ar að há­tíð­in að ári heppn­ist jafn­vel. Að lok­um má minna fólk á að taka nið­ur skreyt­ing­ar.