Í 4.bekk hjá Hafdísi Hilmarsdóttur kennara í Varmárskóla er ekki fúlsað við “rusli” eins og plast töppum eða afsöguðum viðarbútum. Eftir smávægilega fínpússun nemenda með sandpappír og tilfæringar á töppunum er þetta orðinn fínasti efniviður í glæsihallir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Í 4.bekk hjá Hafdísi Hilmarsdóttur kennara í Varmárskóla er ekki fúlsað við “rusli” eins og plast töppum eða afsöguðum viðarbútum. Eftir smávægilega fínpússun nemenda með sandpappír og tilfæringar á töppunum er þetta orðinn fínasti efniviður í glæsihallir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hafdís hefur bætt við nokkrum tindátum til að auka öryggi kastalalífsins og ánægju nemenda sem hafa greinilega skemmt sér vel við byggingarvinnuna.