Í 4. bekk hjá Hafdísi Hilmarsdóttur kennara í Varmárskóla er ekki fúlsað við rusli eins og plast töppum eða afsöguðum viðarbútum.
Eftir smávægilega fínpússun nemenda með sandpappír og tilfæringar á töppunum er þetta orðinn fínasti efniviður í glæsihallir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Hafdís hefur bætt við nokkrum tindátum til að auka öryggi kastalalífsins og ánægju nemenda sem hafa greinilega skemmt sér vel við byggingarvinnuna.
Tengt efni
Fræðsla um starfsemi bæjarins fyrir 5. bekk Varmárskóla
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Tröllabæ
Einstakt samstarf í baráttunni gegn einelti
Hátt í 200 ungmenni úr Varmárskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ unnu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti, á vel heppnuðu nemendaþingi um einelti.