Í dag, þriðjudaginn 22. september, fer fram í Mosfellsbæ kynning á vistvænum bílum og hjólum.
Boðið verður uppá kynningu og reynsluakstur á rafmagnsbílum, metanbílum, tvinnbílum, rafmagnshjólum og ýmsum áhugaverðum reiðhjólum.
Þessi vistvænu farartæki verða staðsett á bílaplani austan við Kjarna, til móts við Bónus, frá kl. 16:30-18:00.
Í boði verða:
- Prius tvinnbílar frá Toyota
- Reva rafmagnsbílar frá Orkuveitunni
- Metanbílar frá Metan
- Rafmagnshjól frá Icefin
- Ný sjálfskipt reiðhjól frá Erninum
Endilega látið sjá ykkur og fáið að prófa þessi farartæki og berið saman hina mismunandi kosti í umhverfisvænum samgöngum.