Mánudaginn þann 21. september fagnar Listaskóli Mosfellsbæjar alþjóðlega friðardeginum með tónleikum í Kjarnanum.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er ókeypis inn. Að tónleikum loknum verður kveikt á friðarkertum við tjörn bæjarins. Fjölmennum og hvetjum til friðar í heiminum.
Alþjóðlegi friðardagurinn
Alþjóðlegur dagur friðar er haldinn 21. september ár hvert. Dagurinn var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum og var fyrst helgaður alþjóðlegum friði árið 1982. Árið 2001 var dagurinn gerður að alþjóðlegum degi friðsamlegra aðgerða og vopnahlés.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos