Mánudaginn þann 21. september fagnar Listaskóli Mosfellsbæjar alþjóðlega friðardeginum með tónleikum í Kjarnanum.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er ókeypis inn. Að tónleikum loknum verður kveikt á friðarkertum við tjörn bæjarins. Fjölmennum og hvetjum til friðar í heiminum.
Alþjóðlegi friðardagurinn
Alþjóðlegur dagur friðar er haldinn 21. september ár hvert. Dagurinn var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum og var fyrst helgaður alþjóðlegum friði árið 1982. Árið 2001 var dagurinn gerður að alþjóðlegum degi friðsamlegra aðgerða og vopnahlés.
Tengt efni
Vel sóttur fundur um Álafosskvos
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Tveimur farsælum samráðsfundum lokið