Milljarðaverkefni í undirbúningi í Mosfellsbæ
Mosfellsbær, PrimaCare ehf. og Ístak hf. munu í dag rita undir viljayfirlýsingu um byggingu einkasjúkrahúss og hótels í Mosfellsbæ sem mun sérhæfa sig í mjaðmaliða- og hnjáaðgerðum fyrir útlendinga. Um er að ræða allt að 20-30 þúsund fermetra byggingar og munu skapast 600-1000 störf í bæjarfélaginu. Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 13-20 milljarða króna en fjármögnun þess er í höndum svissnesks fjármögnunarfyrirtækis, Oppenheimer Investments AG. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að fyrstu sjúklingarnir verði komi til aðgerða í árslok 2011. “Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikil lyftistöng þetta verkefni verður fyrir samfélagið hér í Mosfellsbæ og nágrenni. Ekki einungis munu skapast hér 600-1000 störf á einu bretti heldur mun verkefnið hafa gífurleg áhrif vegna afleiddrar þjónustu sem af því skapast, jafnt vegna starfsfólks á sjúkrahúsinu og þeim sjúklingum og gestum sem þangað koma,” segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
21. júlí 2008: Tungumelar, breyting á deiliskipulagi
Tillagan felur í sér að lóðarmörk og byggingarreitir næst Vesturlandsvegi eru aðlöguð að nýrri útfærslu mislægra gatnamóta og breyttu veghelgunarsvæði.
Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar við Krókatjörn
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi frístundalóðar í landi Miðdals II.
23. mars 2007: Tillaga að deiliskipulagi frístundalóða við Nátthagavatn
Lóðirnar eru tvær, úr landi Elliðakots, landnúmer 125236, og gerir tillagan ráð fyrir að reisa megi allt að 80 m2 frístundahús á hvorri lóð.
Tillaga að deiliskipulagi iðnaðarhverfis við Desjamýri
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Desjamýri, austan núverandi iðnaðarsvæðis við Flugumýri.
31. maí 2007: Tillaga að deiliskipulagi Helgafellsvegar
Ný og breytt tillaga m.v. áður auglýstar tillögur. Samhliða er auglýst umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana.
6. júní 2007: Tillögur að deiliskipulagi tveggja frístundalóða
Úr Úlfarsfellslandi norðan Hafravatns, og úr Miðdalslandi, milli Krókatjarnar og Silungatjarnar.
19. júlí 2007: 4. áfangi Helgafellshverfis
Tillaga að deiliskipulagi 11,8 ha svæðis við Skammadalslæk, með 113 íbúðum í einbýlis, par-, rað- og tvíbýlishúsum.
4. júlí 2007: Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar sunnan Krókatjarnar
Lóðin er úr landi Miðdals II, landnúmer 192803, og gerir tillagan ráð fyrir að á henni megi reisa eitt frístundahús allt að 110 m2 að stærð auk allt að 20 m2 geymslu.
31. ágúst 2007: Lækjarnes í Mosfellsdal, tillaga að deiliskipulagi
Skipulagssvæðið er 1,4 ha land við Köldukvísl, milli golfvallar og Laxness. Tillagan gerir ráð fyrir einu íbúðarhúsi og hesthúsi á landinu.
Tillaga að deiliskipulagi - Brú á Leirvogsá við Fitjar
Reykjavíkurborg og Mosfellsbær auglýsa hér með í sameiningu skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi reits við Leirvogsá milli Fitja og flugvallarsvæðis á Tungubökkum.
22. júlí 2008: Skeiðholt - Tunguvegur, tillaga að deiliskipulagi
Tillagan gerir grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á Skeiðholti og útfærslu Tunguvegar, göngu- og reiðstígum, brúm og undirgöngum. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla. Samhliða er auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi.
26. september 2008: Brekkuland 1-3 og Lóð í Auga vestan Sauðhóls.
2 deiliskipulagstillögur. Á lóðinni Brekkuland 3 gerirtillaga ráð fyrir að núverandi hús verði rifið og byggð tvö tvíbýlishúsí staðinn. Á lóð vestan Sauðhóls gerir tillaga ráð fyrir 3-ja til 4-rahæða íbúðarhúsi með allt að 55 íbúðum fyrir eldri borgara.
29. september 2008: Flugvöllur á Tungubökkum og frístundalóð við Krókatjörn.
2 tillögur: Breyting á deiliskipulagi flugvallarsvæðis(stækkun byggingarreits fyrir flugskýli) og tillaga að deiliskipulagifrístundalóðar sunnan Krókatjarnar.
4. desember 2008: Hulduhólasvæði (Lágahlíð/Brattahlíð).
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi. Einbýlislóðum breytt í lóðir fyrir tveggja hæða parhús og fleiri breytingar.
9. janúar 2009: Tillaga að breytingum á aðal- og deiliskipulagi í Leirvogstungu.
Meginbreytingin felst í stækkun skipulagssvæðisins tilausturs og fjölgun lóða. Einnig er reiðleið færð vestur fyrir Tunguvegog ýmsar smærri breytingar gerðar á lóðarmörkum, húsgerðum ogskilmálum.
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi - Völuteigur 8
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi athafnasvæðis við Meltún frá 1998, síðast breyttu 6. júlí 2006.
30. apríl 2009: Leirvogstunga, tillaga að breytingum á deiliskipulagi.
Tillagaum að húsgerð breytist úr tveggja hæða raðhúsum í einnar hæðar álóðunum nr. 72-80 og 116-124 við Laxatungu. Athugasemdafrestur til 11.júní 2009.
Grund við Varmá, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Tillagan gerir ráð fyrir því að landi Grundar verðu skipt upp í þrjár lóðir; tvær fyrir ný heilsárshús og eina fyrir núverandi sumarbústað.
Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi við Skarhólabraut - Forkynning
Í undirbúningi er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024.