Reykjavíkurborg og Mosfellsbær auglýsa hér með í sameiningu skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi reits við Leirvogsá milli Fitja og flugvallarsvæðis á Tungubökkum.
Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði brú yfir ána fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur, skv. nánari skilmálum á uppdrætti.
Tillöguuppdráttur með greinargerð og skipulagsskilmálum verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, og í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, frá 15. október 2007 til 26. nóvember 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist til skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar (merktar skipulagsfulltrúa) eða til Mosfellsbæjar (merktar skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 26. nóvember 2007. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag[hja]rvk.is eða finnur[hja]mos.is.
Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
9. október 2007
Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar