Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. október 2009

Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir því að landi Grund­ar verðu skipt upp í þrjár lóð­ir; tvær fyr­ir ný heils­árs­hús og eina fyr­ir nú­ver­andi sum­ar­bú­stað.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi frá Reykjalund­ar­vegi að Húsa­dal frá 2004, síð­ast breyttu 27. ág­úst 2008. Með úr­skurði Úr­skurð­ar­nefnd­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála 16. mars 2005 var sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar á deili­skipu­lag­inu felld úr gildi að því er tók til lóð­ar Grund­ar, land­núm­er 125419.

Til­lag­an fjall­ar um of­an­greinda lóð og ger­ir ráð fyr­ir að henni verði skipt upp í þrjár lóð­ir; tvær fyr­ir ný heils­árs­hús og eina fyr­ir nú­ver­andi sum­ar­bú­stað. Einn­ig er lagt til að lega brú­ar yfir Varmá og göngu­stígs að henni breyt­ist lít­il­lega. Að­koma að lóð­un­um verði um Lerki­byggð. Kvöð verði á fremstu lóð­inni um að­komu að hinum tveim­ur og kvöð verði um göngu­leið yfir lóð­irn­ar frá Lerki­byggð að brú yfir Varmá.

Til­lögu­upp­drátt­ur með grein­ar­gerð verð­ur til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 1. hæð, frá 10. júní 2009 til og með 22. júlí 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at­huga­semdir.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mos­fellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 22. júlí 2009. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

3. júní 2009
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00