Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Í und­ir­bún­ingi er til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002-2024.

Í til­lög­unni felst að sett­ur er inn 1,6 ha reit­ur með skil­grein­ing­unni „svæði fyr­ir þjón­ustustofnanir“ norð­an Skar­hóla­braut­ar næst Vest­ur­lands­vegi. Vest­ur­hluti þessa reits er í gild­andi að­al­skipu­lagi skil­greind­ur sem opið, óbyggt svæði en aust­ur­hluti hans er skil­greind­ur sem íbúð­ar­svæði (hluti af Túna­hverfi).

Að­drag­anda til­lög­unn­ar má rekja til er­ind­is Slökkvi­liðs Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til bæj­ar­ráðs, dag­sett 20 októ­ber 2008, þar sem ósk­að var eft­ir við­ræð­um við bæjar­yfir­völd um lóð fyr­ir slökkvi­stöð á þess­um stað. Í er­ind­inu kom fram að rann­sókn­ir og grein­ing­ar á starf­semi Slökkvi­liðs­ins hefðu leitt í ljós að nú­ver­andi slökkvi­stöð að Tungu­hálsi væri mjög illa stað­sett til að sinna þjón­ustu­svæði sínu inn­an þeirra tíma­marka fyr­ir út­kalls­tíma, sem starf­sem­inni væru sett. Til þess að bæta þjón­ust­una hefði því stjórn SHS mark­að þá stefnu, að byggð­ar yrðu tvær nýj­ar slökkvi­stöðv­ar, önn­ur í grennd við Stekkj­ar­bakka í Breið­holti og hin við Vest­ur­lands­veg, en stöð­in við Tungu­háls yrði lögð nið­ur. Eft­ir at­hug­an­ir og við­ræð­ur við Mos­fells­bæ væri það nið­ur­staða SHS að ákjós­an­leg­asti stað­ur­inn við Vest­ur­lands­veg væri þessi stað­ur við Skar­hóla­braut.

Síð­ar á und­ir­bún­ings­ferl­inu þró­að­ist mál­ið á þann veg, að í hugs­an­legri stöðvar­bygg­ingu yrði einnig að­staða svæð­is­lög­reglu­stöðv­ar fyr­ir Mos­fells­bæ og Grafar­vog, sem kæmi í stað tveggja minni stöðva sem nú eru á svæð­inu. Í bók­un bæj­ar­ráðs 22. janú­ar 2009 var fram­komn­um hug­mynd­um um sameigin­lega að­stöðu lög­reglu og slökkvi­liðs í Mos­fells­bæ fagn­að. Þessi áform voru síð­an kynnt íbú­um í ná­grenn­inu á fundi þann 3. mars 2009 og voru þá einnig kynnt­ar hug­mynd­ir að bygg­ing­um og drög að deili­skipulagi vænt­an­legr­ar lóð­ar.

Síð­an hafa til­lög­ur að að­al­skipu­lags­breyt­ingu og deili­skipu­lagi lóð­ar fyr­ir slökkvi- og lögreglu­stöð ver­ið í vinnslu og um­fjöll­un hjá skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd. Við gerð deili­skipu­lagstil­lög­unn­ar hef­ur ver­ið haft sam­ráð við Vega­gerð­ina, sem hef­ur fall­ist á að lóð stöðv­ar­inn­ar megi ganga lít­il­lega inn á veg­helg­un­ar­svæði Vesturlands­vegar eins og það er skil­greint í gild­andi að­al­skipu­lagi, með því skil­yrði að hugsan­legur kostn­aður vegna mann­virkja til að taka upp hæð­armun, sem kynnu að verða nauðsyn­leg þess vegna þeg­ar kem­ur að gerð mis­lægra gatna­móta, falli ekki á Vega­gerð­ina.

Til­lög­ur að að­al­skipu­lags­breyt­ingu og deili­skipu­lagi liggja nú fyr­ir full­mót­að­ar og verða vænt­an­lega tekn­ar til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn 21. októ­ber n.k. Hljóti þær sam­þykki, verð­ur næsta skref í skipu­lags­ferl­inu að aug­lýsa þær sam­an skv. 21. og 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga með 6 vikna at­huga­semda­fresti.

Tengt efni