Mosfellsbær hélt skipulagsþing síðastliðinn laugardag þar sem um 40 Mosfellingar fjölluðu um skipulagsmál í Mosfellsbæ í ljósi endurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir.
Markmiðið með þinginuvar að stuðla að lifandi umræðu um skipulagsmál í Mosfellsbæ og framtíðbæjarins.
Unnið var í hópum þar sem þátttakendur skilgreindu meðal annars þau atriði sem þeim þótti veigamest í skipulagsmálum í Mosfellsbæ á næstu áratugum. Umræður voru almennt jákvæðar og þátttakendur voru sammála um að áherslu bæri að leggja á græna ásýnd bæjarins og hlúa ætti að útivistarsvæðum. Styrkja ætti ennfremur sérstöðu bæjarins hvað varðar nálægð við náttúru og útivistarsvæði og að hér innan bæjarmarkanna væri jafnt þéttbýli sem sveit þar sem landbúnaður er stundaður.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos