Síðastliðinn föstudag sátu allir dagforeldrar í Mosfellsbæ á sérsniðnu skyndihjálpar- og slysavarnarnámskeiði fyrir starfsemi dagforeldra.
Námskeiðið var haldið að tilstilli Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Forvarnarhúss.
Skv. reglum Mosfellsbæjar ber dagforeldrum að endurnýja þekkingu sína á skyndihjálp og forvörnum eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.
Tengt efni
Vilt þú gerast dagforeldri?
Mosfellsbær vekur athygli á því að eftirspurn er eftir þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu.
Aukin þjónusta í dagvistun barna og lækkun leikskólagjalda um 5%
Mosfellsbær er stækkandi fjölskyldubær þar sem lagður er metnaður í að veita barnafjölskyldum góða þjónustu.
Dagmæður buðu í grill
Blásið var til grillveislu í gær í tilefni af góða veðrinu.