Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. október 2009

Rit­höf­unda­setrin Gljúfra­steinn og Skriðuk­laust­ur stíga nú fyrstu skref­in í sam­starfi sín á milli og efna til tón­leika.

Laug­ar­dag­inn 17. októ­ber klukk­an 16.00 munu söng­kon­an Liv Skrudland og selló­leik­ar­inn Karin Niel­sen flytja norsk og ís­lensk lög í stof­unni á Gljúfra­steini. Lista­menn­irn­ir koma frá Norð­ur-Nor­egi og hafa að und­an­förnu dval­ist í gesta­í­búð­inni Klaustr­inu á Skriðuk­laustri og er dvölin hluti af sam­starfi menn­ing­ar­ráð­anna í Vesterå­len og á Aust­ur­landi. Sömu tón­leik­ar voru einn­ig flutt­ir á Skriðuk­laustri 11. októ­ber s.l.

Liv Skrudland lærði við Roga­land Musikkonservatori­um. Hún er al­hliða söngv­ari en þekkt fyr­ir túlk­un sína á kammer­tónlist og ljóða­tón­leika. Karin Niel­sen nam selló­leik bæði í Sví­þjóð og Nor­egi og hef­ur m.a. spilað með Fíl­harm­ón­íu­sveit­inni í Osló en vinn­ur nú sem svæðis­tón­list­ar­mað­ur í Troms­fylki.

Á Skriðuk­laustri hafa þær Liv og Karin æft nýja efn­is­skrá sem bygg­ir á sam­tíma­tónlist og þjóð­lög­um frá báð­um lönd­um. Á tón­leik­un­um munu þær m.a. flytja lög eft­ir Þor­stein Hauks­son og Somm­er­feldt í bland við þekkt kvæði eins og Sofðu unga ást­in mín, Snert hörpu mína og kvæði Ola­vs H. Hauge.

Að­gangs­eyr­ir er 500 krón­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00