Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. október 2009

Mos­fells­bær, PrimaCare ehf. og Ístak hf. munu í dag rita und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um bygg­ingu einka­sjúkra­húss og hót­els í Mos­fells­bæ sem mun sér­hæfa sig í mjaðmaliða- og hnjá­að­gerð­um fyr­ir út­lend­inga.

Um er að ræða allt að 20-30 þús­und fer­metra bygg­ing­ar og munu skap­ast 600-1000 störf í bæj­ar­fé­lag­inu. Gert er ráð fyr­ir að verk­efn­ið kosti 13-20 millj­arða króna en fjár­mögn­un þess er í hönd­um sviss­nesks fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­is, Opp­en­heimer In­vest­ments AG. Sam­kvæmt áætl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins er gert ráð fyr­ir að fyrstu sjúk­ling­arn­ir verði komi til að­gerða í árslok 2011.

“Það þarf ekki að fjöl­yrða um það hversu mik­il lyftistöng þetta verk­efni verð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið hér í Mos­fells­bæ og ná­grenni. Ekki ein­ung­is munu skap­ast hér 600-1000 störf á einu bretti held­ur mun verk­efn­ið hafa gíf­ur­leg áhrif vegna af­leiddr­ar þjón­ustu sem af því skap­ast, jafnt vegna starfs­fólks á sjúkra­hús­inu og þeim sjúk­ling­um og gest­um sem þang­að koma,” seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri. “Við ger­um okk­ur til að mynda von­ir um að hluti starfs­fólks­ins kjósi að setjast að hér í okk­ar góða bæj­ar­fé­lagi með öll­um þeim kost­um sem því fylgja.”

Gunn­ar Ár­manns­son, fram­kvæmda­stjóri PrimaCare seg­ist af­skap­lega ánægð­ur með að sjúkra­hús­inu hafi ver­ið val­inn stað­ur í Mos­fells­bæ. “Ein­stakt um­hverf­ið og metn­að­ar­full stefna Mos­fells­bæj­ar í um­hverf­is­mál­um var með­al þess sem átti mik­inn þátt í að við völd­um Mos­fells­bæ enda fell­ur um­hverf­is­stefna bæj­ar­ins mjög vel að okk­ar mark­mið­um. Auk þess hef­ur Mos­fells­bær sett stefnu á að vera leið­andi á sviði heilsu­efl­ing­ar, end­ur­hæf­ing­ar og lýð­heilsu sem er góð­ur jarð­veg­ur fyr­ir verk­efni okk­ar,” seg­ir Gunn­ar.

“Við höf­um átt mjög gott sam­st­arf við bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ sem og Ístak og önn­ur fyr­ir­tæki í bæn­um sem munu koma að upp­bygg­ingu sjúkra­húss­ins. Við höf­um fund­ið fyr­ir breiðri sam­stöðu inn­an sveit­ar­fé­lags­ins um þetta verk­efni og mikl­um áhuga,” seg­ir Gunn­ar.

Unn­ið er að stofn­un Heilsu­fé­lags Mos­fells­bæj­ar sem hafa mun það að mark­miði að byggja upp þjón­ustu á sviði heil­brigð­is­mála í bæj­ar­fé­lag­inu. Stefnt er að því að fé­lag­ið fjár­festi í verk­efni PrimaCare og hef­ur Ís­lands­banki veitt ráð­gjöf um stofn­un þess.

Að sögn Gunn­ars eru næstu skref þau að koma verk­efn­inu í þann bún­ing að hægt verði að hefja vinnu við fjár­mögn­un. Stefnt er að því að það ger­ist á næstu vik­um og að fjár­mögn­un verði lok­ið 30. apríl 2010. Fyrsta skóflu­stung­an yrði þá tekin fljót­lega að því loknu.

Að­ild Ístaks að verk­efn­inu felst í því að fyr­ir­tæk­ið hef­ur lát­ið PrimaCare í té lóð við Köldu­kvísl­argljúf­ur við Tungu­mela í Mos­fells­bæ og mun jafn­framt koma að bygg­ingu sjúkra­húss­ins í sam­vinnu við al­þjóð­lega bygg­inga­verk­tak­ann Skanska, sem hef­ur yf­ir­um­sjón með verk­inu.

Loft­ur Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Ístaks seg­ir: “Ég er ánægð­ur með að fá að taka þátt í þessu stóra verk­efni, ekki síst þeg­ar ljóst er að því hef­ur ver­ið val­inn stað­ur í Mos­fells­bæ. Lóð­in sem við lát­um und­ir starf­sem­ina er vel til þess fallin að þar verði byggð upp starf­semi á sviði heil­brigð­is­þjón­ustu enda um­hverf­ið með ein­dæm­um fal­legt og stutt í nátt­úr­una.”

“Ístak er leið­andi fyr­ir­tæki á ís­lensk­um verk­taka­mark­aði og vel í stakk búið að taka þátt í jafn metn­að­ar­fullu verk­efni,” seg­ir Loft­ur jafn­framt.

 Nán­ar um verk­efn­ið

Sig­ríð­ur Þor­steins­dótt­ir er stjórn­ar­formað­ur PrimaCare, Gunn­ar Ár­manns­son er fram­kvæmda­stjóri og Finn­ur Snorra­son lækn­ir hef­ur yf­ir­um­sjón með lækn­inga­þætti verk­efn­is­ins.  PrimaCare er í sam­starfi við þrjú virt, al­þjóð­leg fyr­ir­tæki: Shi­boomi, sem sér­hæf­ir sig í frum­kvöðla- og mark­aðs­ráð­gjöf, Skanska, sem er eitt stærsta bygg­ing­ar­verk­taka­fyr­ir­tæki í heimi og Opp­en­heimer In­vest­ments AG, virt sviss­neskt fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæki. Þá standa yfir við­ræð­ur við leið­andi ís­lensk fyr­ir­tæki í heil­brigð­is­þjón­ustu þar á með­al Orku­hús­ið.

Mark­mið­ið er að setja á fót spít­ala sem sér­hæf­ir sig í mjaðmaliða- og hnjá­að­gerð­um. Stærsti hluti sjúk­ling­anna mun að öll­um lík­ind­um koma frá Banda­ríkj­un­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá PrimaCare eru nú um millj­ón Banda­ríkja­manna á bið­lista eft­ir að­gerð­um sem þess­um og eru að hefjast  við­ræð­ur við banda­rísk trygg­inga­fé­lög og sjúkra­hús um að taka á móti sjúk­ling­um það­an.

Gert er ráð fyr­ir að starf­sem­in geti skilað allt að 10.000 ferða­mönn­um hing­að til lands á ári hverju og yfir 10 millj­örð­um í gjald­eyris­tekj­ur. Gert er ráð fyr­ir því að með hverj­um sjúk­lingi komi einn til tveir gest­ir og er því einn­ig gert ráð fyr­ir 200 her­bergja hót­eli, veit­inga­stöð­um og ann­arri af­þrey­ingu  í bygg­ingaklas­an­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00