Vetrarstarf Tómstundaskólans í Mosfellsbæ er hafið og mjög góð þátttaka á hin ýmsu námskeið.
Næsta laugardag, 3. október, verður Hafliði Ragnarsson konditormeistari með sitt vinsæla konfektgerðarnámskeið og helgina þar á eftir verður haldið eftirréttanámskeið. Hafliði er þekktur fyrir snilldartakta í sínu fagi og býður aðeins upp á það allra besta á námskeiðunum. Skráning stendur nú yfir og aðeins 3 pláss laus.
Tómstundaskólinn hefur boðið upp á ýmis tungumálanámskeið og bættist nú við á haustönn sænskunámskeið sem Elísabet Brekkan mun stýra. Elísabet Brekkan er leiklistarkennari að mennt, kennir íslensku og sænsku í Námsflokkum Hafnarfjarðar og Endurmenntun Háskóla Íslands auk þess sem hún heldur leiklistarnámskeið fyrir börn í ýmsum skólum.
Tengt efni
Jólatréð fyrir Miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi