Mosfellsbær hefur fengið að láni tvo Prius tvinnbíla frá Toyota til reynsluaksturs fyrir starfsfólk bæjarskrifstofunnar og áhaldahús bæjarins.
Tilgangurinn er að kynna kosti umhverfisvænna bíla fyrir starfsfólki, sem gefst kostur á að nýta sér þessa bíla til vinnutengdra ferða. Tvinnbílar geta eytt um helmingi minna eldsneyti en sambærilegar bílar með því að nýta rafmagn sem þeir framleiða sjálfir við akstur og minnka við það útblástursmengun töluvert. Bæjarstarfsmenn munu því væntanlega vera á sveimi á tveimur vel merktum vistvænum Toyota bifreiðum næstu daga.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði