Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Desjamýri, austan núverandi iðnaðarsvæðis við Flugumýri.
Nýju deiliskipulagi er ætlað að koma í stað áður samþykkts skipulags af svæðinu.
Skipulagssvæðið er um 8 ha að stærð og afmarkast til norðurs af landi Lágafells, til vesturs af iðnaðarhverfi við Flugumýri, til suðurs af fyrirhugaðri framlengdri Skarhólabraut undir Úlfarsfelli og til austurs af fyrirhuguðum garðlöndum. Svæðið hefur aðkomu á tveimur stöðum frá fyrirhuguðum tengivegi, Skarhólabraut, en aðkoma að lóðum verður frá götu sem liggur langsum eftir svæðinu í A-V stefnu. Samkvæmt tillögunni verða 10 iðnaðarlóðir á svæðinu, 3.100 til 8.800 m2 að stærð. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0,4. Iðnaðarsvæðið verður skermað af með trjágróðri að sunnan og norðan.
Tillöguuppdráttur með greinargerð verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 10. apríl til 8. maí 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 22. maí 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
30. mars 2007
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: