Orgone-boxið er ný sýning Steingríms Eyfjörðs sem opnuð verður í Listasal Mosfellsbæjar þann 3. október kl. 14:00.
Steingrímur sýnir svokallað Orgone-box en jafnframt verða teikningar eftir listamannin til sýnis. Sýningin kallar á þátttöku gestanna sem fá tækifæri til að upplifa veru í boxinu og skrá niður upplifanir sínar. Orgone-boxið er uppfinning austurísk-ameríska sálgreinandans Wilhelm Reich (1897-1957) og er því ætlað að fanga orgone orkuna, hvata lífsins, úr umhverfinu.
Steingrímur er einn af okkar virtustu myndlistarmönnum og var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum fyrir tveimur árum.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins virka daga frá 12 – 19 og laugardaga frá 12 – 15.
Tengt efni
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2026
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar
Listamarkaður í desember 2024
Listasalur Mosfellsbæjar kallar eftir listafólki til að taka þátt í jólamarkaði 2024.