Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi athafnasvæðis við Meltún frá 1998, síðast breyttu 6. júlí 2006.
Tillagan felur m.a. í sér að lóðin Völuteigur 8 stækki til norðurs, nýtingarhlutfall hækki úr 0,25 í 0,9, lögun byggingarreits breytist og gert verði ráð fyrir fjögurra hæða skrifstofu- og hótelbyggingu með neðanjarðarbílageymslu á lóðinni.
Tillöguuppdráttur með greinargerð verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 16. apríl 2009 til og með 28. maí 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 28. maí 2009. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
7. apríl 2009
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar