Jólastemmning í Mosfellsbæ um helgina
Fjöldi hátíðlegra viðburða er í boði á aðventunni í Mosfellsbæ og geta Mosfellingar án efa allir fundið eitthvað við sitt hæfi, jafnt ungir sem aldnir. Heilmikið er um að vera um helgina og verður hér stiklað á því helsta.
Góðar umræður á kynningarfundi um miðbæjarskipulag
Um 50 manns sóttu almennan kynningarfund um nýtt miðbæjarskipulag sem haldinn var í Listasal á þriðjudag og sköpuðust góðar umræður.
Hönnun framhaldsskólans boðin út
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur boðið út hönnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Um er að ræða um 4.000 fermetra byggingu sem staðsett verður í miðbæ Mosfellsbæjar, nánar tiltekið við Háholt og mun hún rúma um 4-500 nemendur.
Góður árangur á Silfurleikum
Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. nóvember síðastliðinn.
Jólahátíð á Miðbæjartorgi
Sannkölluð jólahátíð var á Miðbæjartorgi á laugardag þegar kveikt var á ljósum á jólatré Mosfellinga.
Heimildarmyndin Rajeev revisited nú í sýningu
Föstudaginn 27. nóvember hóf Regnboginn sýningar á heimildarmyndinniRajeev revisited eftir Birtu Fróðadóttur sem styrkt var afmenningarmálanefnd Mosfellsbæjar. Rajeev ólst upp í Mosfellsdal ogfluttist til Indlands á unglingsárum og er Rajeev revisited sjálfstættframhald myndarinnar Leitin að Rajeev frá árinu 2002.
Bæjaryfirvöld mótmæla frestun framkvæmda við Vesturlandsveg
Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ mótmæla því harðlega að endurbætur áVesturlandsvegi séu saltaðar en önnur verkefni sett í forgang enda sékaflinn í gegnum bæinn einn hættulegasti og umferðarþyngsti þjóðvegurlandsins.
Nágrannavarsla í Mosfellsbæ
Mosfellsbær, Sjóvá og Lögregla höfuðborgarsvæðisins héldu fund um nágrannavörslu í Mosfellsbæ þriðjudaginn 24. nóvember kl. 17:00 í Listasal Mosfellsbæjar. Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið úr veggjakroti.
Opið hús fyrir foreldra í kvöld
Í kvöld, miðvikudag, verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjarog að þessu sinni verður gestur opna hússins Guðbrandur Árni Ísberg,sálfræðingur, forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá HeilbrigðisstofnunSuðurnesja. Guðbrandur mun í erindi sínu leitast við á skýran og léttanmáta að veita innsýn inn í hvernig þekking á heilanum getur nýst til aðverða betra foreldri, betri maki, betri vinur og svo framvegis.
Máttur góðra tengsla - Hvað hefur heilinn um þau að segja?
Miðvikudaginn 25. nóvember næstkomandi verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður gestur opna hússins Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur, forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Guðbrandur mun í erindi sínu leitast við á skýran og léttan máta að veita innsýn inn í hvernig þekking á heilanum getur nýst til að verða betra foreldri, betri maki, betrivinur og svo framvegis.
Ný reiðhöll vígð í Mosfellsbæ um síðustu helgi
Ný og glæsileg reiðhöll hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ var vígð á laugardag við mikla viðhöfn. Reiðhöllin er sú stærsta áhöfuðborgarsvæðinu, 2400 fermetrar að stærð og er reiðvöllurinn sástærsti á landinu. Reiðhöllin er byggð með stuðningi Mosfellsbæjar oglandbúnaðarráðuneytisins en fjölmargir félagar í hestamannafélaginu hafalagt sitt á vogarskálarnar svo ljúka mætti við verkið.
Bæjarráð heimsækir stofnanir
Bæjarráð lauk í gær árlegum heimsóknum sínum í stofnanir Mosfellsbæjar. Reglubundnar heimsóknir bæjarráðs í stofnanirMosfellsbæjar eru til þess ætlaðar að styrkja tengsl bæjarráðs viðstofnanir og starfsmenn þeirra.
Basar til styrktar bágstöddum
Basar og sýning á vegum félagsstarfs eldri borgara verður haldinn íListasal og Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna á morgun, laugardaginn 21.nóvember kl. 12-16. Til sölu og til sýnis verður afrakstur starfsFélagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ.
Við Skarhólabraut - Tillaga að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi lóðar fyrir slökkvi- og lögreglustöð norðan Skarhólabrautar, næst gatnamótum við Vesturlandsveg.
Vegagerð á höfuðborgarsvæðinu ekki á dagskrá á næstunni
Bæjarráð Mosfellsbæjar gekk nýverið á fund Kristjáns Möllersamgönguráðherra í því skyni að benda á nauðsyn úrbóta í vegasamgöngumum Vesturlandsveg, einn hættulegasta þjóðveg landsins. Á fundinum gerðisamgönguráðherra bæjarráði grein fyrir því að ekki væri unnt að ráðastí neinar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á næstunni vegnaniðurskurðar á fé til vegaframkvæmda.
Vesturlandsvegur afskrifaður
Bæjarráð Mosfellsbæjar gekk nýverið á fund Kristjáns Möller samgönguráðherra í því skyni að benda á nauðsyn úrbóta í vegasamgöngum um Vesturlandsveg, einn hættulegasta þjóðveg landsins. Á fundinum gerði samgönguráðherra bæjarráði grein fyrir því að ekki væri unnt að ráðast í neinar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á næstunni vegna niðurskurðar á fé til vegaframkvæmda.
Bókmenntahlaðborð 2009
Hið árlega bókmenntakvöld Bókasafnsins verður haldið miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20 – 22.
Stefnt að fækkun innbrota og eignaspjalla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt fund með Mosfellingum sl.miðvikudag þar sem skrifað var undir samning milli lögreglunnar ogMosfellsbæjar um aukið öryggi og samvinnu á sviði löggæslu- ogforvarnarmála í Mosfellsbæ.
Vöfflutónleikar með rjóma í Lágafellsskóla næsta laugardag
Skólahljómsveitin stendur í stórræðum um þessar mundir. Ný afstaðnar æfingabúðir A og B sveitar í Klébergsskóla á Kjalarnesi tókust mjög vel fyrir tveimur vikum. Næstkomandi laugardag 14. nóvember efnir Skólahljómsveitin til vöfflutónleika í Lágafellsskóla. Fram koma A – B, og C sveitir, alls um 110 hljóðfæraleikarar. Efnisskráin fjölbreytt að vanda og tilvalin til að hlusta á meðan áheyrendur gæða sér á vöfflu með rjóma og kaffisopa. Tónleikarnir hefjast kl. 11.00 í Lágafellsskóla. Myndin er af A og B sveit við Klébergsskóla um síðustu mánaðarmót.
Mjallhvít og dvergarnir sjö
Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir á sunnudaginn, þann 15. nóvember, leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö. Æfingar hafa staðið yfir síðustu vikur, en alls taka yfir tuttugu leikarar og tónlistarmenn þátt í sýningunni.