Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. desember 2009

    Kvöld­vaka/út­gáfu­veisla verð­ur hald­in í há­tíð­ar­sal Lága­fells­skóla fimmtu­dag­inn 10. des­em­ber kl. 20:00.

    Kvöld­vaka/út­gáfu­veisla verð­ur hald­in í há­tíð­ar­sal Lága­fells­skóla fimmtu­dag­inn 10. des­em­ber kl. 20:00. Til­efn­ið er út­gáfa Dagrenn­ings, ald­ar­saga ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar, sem kem­ur út í næstu viku og verð­ur bókin þar kynnt auk þess sem það verða tón­list­ar­at­riði, kaffi og bakk­elsi, bæði í anda jól­anna og í anda gamla ung­menna­fé­lags­ins. Kvöld­vaka þessi er sú önn­ur í röð 6 kvöld­vaka, sem haldn­ar verða nú í vet­ur í til­efni 100 ára af­mæl­is Aft­ur­eld­ing­ar.

    Dagrenn­ing­ur er öllu um­fangs­meiri en fyr­ir­renn­ar­ar hans með sama nafni, en bókin er nærri 400 blað­síð­ur prent­uð í lit með fjölda ljós­mynda af ýms­um við­burð­um og fólki, sem sett hafa mark sitt á þessa merku sögu, sem jafn­framt hef­ur mótað sveit­ar­fé­lag­ið Mos­fells­bæ og sam­fé­lag­ið allt.

    Þeir sem ekki hafa þeg­ar tryggt sér ein­tak af Dagrenn­ingi í for­sölu, geta keypt bók­ina á út­gáfu­til­boði á kvöld­vök­unni. All­ir eru hjart­an­lega vel­komn­ir með­an húsrúm leyf­ir og að­gang­ur að sjálf­sögðu ókeyp­is, í hinum sanna ung­menna­fé­lags­anda.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00