Basar og sýning á vegum félagsstarfs eldri borgara verður haldinn í Listasal og Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna á morgun, laugardaginn 21. nóvember kl. 12-16.
Til sölu og til sýnis verður afrakstur starfs Félags eldri borgara í Mosfellsbæ. Á sýningunni verður fallegt handverk til sölu og mun stór hluti inkominna tekna renna til bágstaddra. Einnig verður sýning á tréútskurði, bókbandi og ýmsu fleiru.
Vorboðar, kór eldri borgara syngur.
Tilvalið tækifæri til þess að versla jólagjafir á góðu verði – í þágu góðs málstaðar.
Tengt efni
Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorgi 2. desember 2023
Tendrun ljósanna á jólatrénu á Miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum.
Sköpum rými
Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar um rými fyrir sköpun og miðlun menningar í Mosfellsbæ verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 28. nóvember.
Grindvíkingum boðið á jólatónleika í Hlégarði
Tónlistarkonan Greta Salóme í samstarfi við Mosfellsbæ ætla að bjóða Grindvíkingum á jólatónleika í félagsheimili Mosfellinga, Hlégarði, sunnudaginn 17. desember kl. 17:00.