Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. nóvember 2009

  VesturlandsvegurBæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar gekk ný­ver­ið á fund Kristjáns Möller­sam­göngu­ráð­herra í því skyni að benda á nauð­syn úr­bóta í vega­sam­göngum­um Vest­ur­lands­veg, einn hættu­leg­asta þjóð­veg lands­ins. Á fund­in­um gerð­i­sam­göngu­ráð­herra bæj­ar­ráði grein fyr­ir því að ekki væri unnt að ráða­stí nein­ar vega­fram­kvæmd­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næst­unni vegnanið­ur­skurð­ar á fé til vega­fram­kvæmda.

  VesturlandsvegurBæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar gekk ný­ver­ið á fund Kristjáns Möller sam­göngu­ráð­herra í því skyni að benda á nauð­syn úr­bóta í vega­sam­göng­um um Vest­ur­lands­veg, einn hættu­leg­asta þjóð­veg lands­ins. Á fund­in­um gerði sam­göngu­ráð­herra bæj­ar­ráði grein fyr­ir því að ekki væri unnt að ráð­ast í nein­ar vega­fram­kvæmd­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næst­unni vegna nið­ur­skurð­ar á fé til vega­fram­kvæmda.

  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar mót­mælti því harð­lega í sum­ar þeg­ar til­kynnt var um for­gangs­röð­un verk­efna í vega­gerð og í ljós kom að tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar um Mos­fells­bæ sé frest­að sem og öðr­um brýn­um verk­efn­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.  Nú er til­kynnt um að ákvörð­un hafi ver­ið tek­in um að ráð­ast í gerð jarðganga í gegn­um Vaðla­heiði, breikk­un Suð­ur­lands­veg­ar á 6,5 km kafla, fram­kvæmd­ir við Land­eyj­ar­höfn, sam­göngu­mið­stöð í Reykja­vík og flug­stöð á Ak­ur­eyri.

  Bæj­ar­ráð hef­ur bent á að tvö­föld­un hring­torgs og gerð hljóðmana með­fram Vest­ur­lands­vegi, sem bjóða átti út í júlí sl. ásamt tvö­föld­un á kafl­an­um frá Hafra­vatns­vegi að Þing­valla­vegi, eru afar brýn­ar fram­kvæmd­ir fyr­ir íbúa Mos­fells­bæj­ar, sem og þá sem ferð­ast um þenn­an fjöl­farna veg­arkafla. Yfir sum­ar­tím­ann aka um 16.000 bíl­ar á dag þenn­an vegakafla á Vest­ur­lands­vegi og sam­svar­ar það1,4 millj­ón­um bíla á tíma­bil­inu júní til ág­úst.  Að mati Vega­gerð­ar rík­is­ins er þetta brýn­asta verk­efn­ið við Vest­ur­lands­veg­inn

  Vest­ur­lands­veg­ur er einn hættu­leg­asti þjóð­veg­ur lands­ins og ligg­ur hann þvert í gegn­um Mos­fells­bæ. Á síð­ustu ára­tug­um hafa orð­ið fjöl­mörg bana­slys inn­an bæj­ar­marka Mos­fells­bæj­ar. Á þeim stutta kafla sem fresta á fram­kvæmd­um við hafa orð­ið þrjú bana­slys og að auki fjöldi al­var­legra slysa á kafl­an­um frá Ála­foss­hring­torgi að Þing­valla­hring­torgi. Um­ferð er mjög þung á þess­um kafla og um­ferða­teppa al­geng á álags­tím­um. Á síð­ustu tveim­ur árum hafa orð­ið tíu um­ferðaró­höpp og minni­hátt­ar slys á kafl­an­um frá Ála­foss­hring­torgi að Áslandi. Að auki verða íbú­ar við Vest­ur­lands­veg fyr­ir veru­legri lífs­gæða­skerð­ingu vegna um­ferð­ar­há­vaða og tafa vegna mik­ill­ar um­ferð­ar í gegn­um bæ­inn.

  Í ljósi þessa er ótækt að fresta fram­kvæmd­um við tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar leng­ur en orð­ið er, þ.m.t. hring­torg við Ála­foss­veg og gerð hljóðmana við Vest­ur­lands­veg­inn.

  Mos­fells­bær skor­ar á  stjórn­völd að end­ur­skoða ákvörð­un sína um for­gangs­röð­un verk­efna í vega­gerð með bætt um­ferðarör­yggi og arð­semi  í huga.