Miðvikudaginn 25. nóvember næstkomandi verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður gestur opna hússins Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur, forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Guðbrandur mun í erindi sínu leitast við á skýran og léttan máta að veita innsýn inn í hvernig þekking á heilanum getur nýst til að verða betra foreldri, betri maki, betri
vinur og svo framvegis.
Miðvikudaginn 25. nóvember næstkomandi verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður gestur opna hússins Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur, forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Guðbrandur mun í erindi sínu leitast við á skýran og léttan máta að veita innsýn inn í hvernig þekking á heilanum getur nýst til að verða betra foreldri, betri maki, betri vinur og svo framvegis.
Á allra síðustu áratugum hefur heilarannsóknum fleygt fram og eru þær í æ ríkari mæli að varpa ljósi á hvaða áhrif við höfum á heilastarfsemi hvers annars. Að venju verður opna húsið í Listasal Mosfellsbæjar og hefst klukkan 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.
Verið velkomin,
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar.
Smellið á mynd að neðan til að sjá auglýsingu: