Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. nóvember 2009

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hélt fund með Mos­fell­ing­um sl. mið­viku­dag þar sem skrif­að var und­ir samn­ing milli lög­regl­unn­ar og Mos­fells­bæj­ar um auk­ið ör­yggi og sam­vinnu á sviði lög­gæslu- og for­varn­ar­mála í Mos­fells­bæ.

Að sögn Har­ald­ar Sverris­son­ar bæj­ar­stjóra er markmið samn­ings­ins að auka ör­yggi og ör­ygg­is­til­finn­ingu íbúa og ann­arra í Mos­fells­bæ. Það verð­ur  með­al ann­ars gert með mark­vissri sam­vinnu lög­reglu og starfs­manna sveit­ar­fé­lags­ins, sam­eig­in­legri miðlun og grein­ingu upp­lýs­inga og sam­vinnu um auk­ið og skipu­lagt eft­ir­lit í sveit­ar­fé­lag­inu.

Hann seg­ir það mik­il­vægt að lög­regl­an verði gerð sýni­legri í Mos­fells­bæ og geri samn­ing­ur­inn ráð fyr­ir því. Ver­ið er að koma á sól­ar­hringslög­gæslu í Mos­fells­bæ þar sem aukin áhersla verð­ur  á skipu­lögðu eft­ir­liti í bæn­um. Sjón­um verð­ur með­al ann­ars beint að um­ferðarör­yggi við skóla í Mos­fells­bæ, á þeim stöð­um þar sem um­ferð­arslys hafa orð­ið. Einn­ig verð­ur skipu­lagt eft­ir­lit auk­ið til muna með það að mark­miði að draga úr inn­brot­um og eigna­spjöll­um. Stefnt er að því að fækka inn­brot­um, einkum inn­brot­um á heim­ili í Mos­fells­bæ, eigna­spjöll­um og slys­um í um­ferð­inni um 5-10% milli ára.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ munu hafa for­göngu um það í sam­vinnu við lög­reglu að hvetja íbúa í til­tekn­um göt­um og hverf­um til að koma á ná­granna­vörslu, styðja við for­eldrarölt og önn­ur sam­bæri­leg for­varna­verk­efni af hálfu íbúa. Fund­ur með íbú­um um ná­granna­vörslu í Mos­fells­bæ verð­ur hald­inn þriðju­dag­inn 24. nóv­em­ber í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar í Kjarna.

Sam­vinna milli starfs­manna lög­reglu og sveit­ar­fé­lags­ins verð­ur aukin og efld. Sér­stak­lega verð­ur horft til sam­vinnu lög­reglu, fé­lags­mála­yf­ir­valda, skóla­stjórn­enda og barna­vernd­ar­nefnd­ar á sviði for­varn­ar­mála með sér­stakri áherslu á per­sónu­bundn­ar for­varn­ir. Einn­ig verði sam­vinna á sviði um­ferð­ar­mála styrkt með það að mark­miði að draga úr um­ferð­ar­slys­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00