Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Ný og glæsi­leg reið­höll hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar í Mos­fells­bæ var vígð á laug­ar­dag við mikla við­höfn.

Reið­höll­in er sú stærsta áhöf­uð­borg­ar­svæð­inu, 2400 fer­metr­ar að stærð og er reið­völl­ur­inn sá stærsti á land­inu. Reið­höll­in er byggð með stuðn­ingi Mos­fells­bæj­ar og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins en fjöl­marg­ir fé­lag­ar í hesta­manna­fé­lag­inu hafa lagt sitt á vog­ar­skál­arn­ar svo ljúka mætti við verk­ið.

Guð­jón Magnús­son, formað­ur Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar seg­ir að reið­höll­in verði gíf­ur­leg lyfti­stöng fyr­ir starf hesta­manna­fé­lags­ins. „Hún mun gera alla að­stöðu til þjálf­un­ar, ekki síst barna og fatl­aðra, mun að­gengi­legri,“ seg­ir Guð­jón. „Mik­il upp­bygg­ing hef­ur ver­ið í æsku­lýðs­starfi hjá fé­lag­inu sem hef­ur skil­að sér í góð­um ár­angri á mót­um í sum­ar. Ný reið­höll verð­ur tví­mæla­laust til að efla ung­menn­a­starf­ið enn frek­ar enda mun æsku­lýðs­nefnd og fræðslu­nefnd fé­lags­ins hafa for­gang að notk­un húss­ins,“ seg­ir Guð­jón.

Við bygg­ingu reið­hall­ar­inn­ar var hug­að sér­stak­lega að að­gengi fatl­aðra. „Kom­ið verð­ur upp lyftu til að gera fötl­uð­um kleift að kom­ast á bak. Þá er höll­in svo stór að hægt er að skipta reið­vell­in­um í tvennt þannig að fatl­að­ir hafi ávallt að­gang að hluta hall­ar­inn­ar.“

Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur legg­ur mikla áherslu á þjálf­un fatl­aðra með hjálp hesta. Að sögn Guð­jóns get­ur hesta­mennska gert fötl­uð­um mik­ið gagn í end­ur­hæf­ingu, jafnt þeim sem set­ið geta hest­inn og meira fötl­uð­um, svo sem mik­ið hreyfi­höml­uð­um. „Þeir sem ekki geta geng­ið fá mik­ið út úr því að setj­ast á bak og geta þannig far­ið um í nátt­úr­unni,“ seg­ir Guð­jón. Hann seg­ir að þá hafi einnig ver­ið sýnt fram á já­kvæð­an ár­ang­ur af því að leggja mik­ið hreyfi­höml­uð börn á bak á hesti. Börn­in eru lögð á teppi á bak á hest­in­um og hann síð­an teymd­ur var­lega og við það örv­ast vöðv­ar barns­ins. „Ég von­ast til þess að ný reið­höll geti orð­ið til þess að þjálf­un fatl­aðra verði enn mik­il­væg­ari hluti starfs­ins en hing­að til,“ seg­ir Guð­jón.

Reið­höll­in verð­ur til frírra af­nota fyr­ir fé­lags­menn utan þess tíma sem frá­tek­inn er fyr­ir æsku­lýðs­starf og þjálf­un fatl­aðra.

Tengt efni

  • Mos­fell­ing­ur tvö­fald­ur heims­meist­ari

    Bene­dikt Ólafs­son 19 ára Mos­fell­ing­ur var val­inn úr stór­um hópi Lands­liðs Ís­lands í hestaí­þrótt­um til að taka þátt í Heims­meist­ara­móti ís­lenska hests­ins sem fram fór í Hollandi í sum­ar.

  • For­eldra­fund­ur í kvöld

    Fræðslu og frí­stunda­við Mos­fells­bæj­ar stend­ur fyr­ir for­eldra­fundi í kvöld, þriðju­dag 22. ág­úst. Fund­ur­inn hefst kl. 17:30 og er hald­inn á Teams.

  • Fögn­um fjöl­breyti­leik­an­um - Regn­boga­gata mál­uð í Mos­fells­bæ

    Í dag, mið­viku­dag­inn 9. ág­úst, á 36 ára af­mæl­is­degi Mos­fells­bæj­ar, tóku bæj­ar­stjóri og bæj­ar­full­trú­ar til hend­inni og mál­uðu regn­boga­götu fyr­ir fram­an fé­lags­heim­il­ið Hlé­garð.