Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. nóvember síðastliðinn.
Þátttakendur frá Aftureldingu voru 32 talsins og stóðu sig frábærlega, heim komu þau með gull, silfur og brons.
Silfurleikar ÍR eru haldnir til minningar um silfurverðlaunhafa íslendinga á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956, Vilhjálm Einarsson. Ekki þarf að spyrja af því að okkar unga fólk úr Aftureldingu stóð sig frábærlega í fimm aldursflokkum.
Hluti af yngsta flokki okkar (sjá mynd – Mía, Leifur, Eva, Valur og Sara) fór í gegnum þrautabraut með flottum árangri. Eldri aldursflokkar, allt að 16 ára komust átján sinnum meðal áttu fremstu í sinni grein. Af þessum átján voru tvö gull, þrjú silfur og tvö brons.
Þarna voru hátt í sexhundruð keppendur og sér þjálfarinn að framtíðin er björt hjá Aftureldingu eftir þennan árangur.
Mía, Leifur, Eva, Valur og Sara.