Í kvöld, miðvikudag, verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjarog að þessu sinni verður gestur opna hússins Guðbrandur Árni Ísberg,sálfræðingur, forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá HeilbrigðisstofnunSuðurnesja. Guðbrandur mun í erindi sínu leitast við á skýran og léttanmáta að veita innsýn inn í hvernig þekking á heilanum getur nýst til aðverða betra foreldri, betri maki, betri vinur og svo framvegis.
HVERNIG GETUR ÞEKKINGÁ HEILANUM NÝST TIL AÐ VERÐA BETRA FORELDRI?
Í kvöld, miðvikudag, verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður gestur opna hússins Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur, forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Guðbrandur mun í erindi sínu leitast við á skýran og léttan máta að veita innsýn inn í hvernig þekking á heilanum getur nýst til að verða betra foreldri, betri maki, betri vinur og svo framvegis.
Á allra síðustu áratugum hefur heilarannsóknum fleygt fram og eru þær í æ ríkari mæli að varpa ljósi á hvaða áhrif við höfum á heilastarfsemi hvers annars. Að venju verður opna húsið í Listasal Mosfellsbæjar og hefst klukkan 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.
Verið velkomin,
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar.