Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. desember 2009

    Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins hef­ur boð­ið út hönn­un Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ. Um er að ræða um 4.000 fer­metra bygg­ingu sem stað­sett verð­ur í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar, nán­ar til­tek­ið við Há­holt og mun hún rúma um 4-500 nem­end­ur.

    Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins hef­ur boð­ið út hönn­un Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ. Um er að ræða um 4.000 fer­metra bygg­ingu sem stað­sett verð­ur í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar, nán­ar til­tek­ið við Há­holt og mun hún rúma um 4-500 nem­end­ur.

    Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ hóf kennslu í haust í Brú­ar­landi í bráða­birgða­hús­næði. Að­eins einn ár­gang­ur er í skól­an­um, en gert er ráð fyr­ir að bæta við öðr­um næsta haust. Áætlað er að nýtt hús­næði Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ verði tek­ið í notk­un 2012-2013.

    Í sam­keppn­is­lýs­ingu seg­ir að við hönn­un húss­ins og und­ir­bún­ing skólastarfs skuli lögð áhersla á sveigj­an­leika og mögu­leika til nýbreytni. Jafn­framt verði við ákvörð­un lóð­ar­stærð­ar gert ráð fyr­ir mögu­leik­um til veru­legr­ar stækk­un­ar í fram­tíð­inni.

    Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ er fram­halds­skóli sem kenn­ir sig við auð­lind­ir og um­hverfi í víð­um skiln­ingi og verða þær áhersl­ur sam­flétt­að­ar við skóla­starf­ið. Þar er átt jafnt við auð­lind­ir í nátt­úr­unni sem og mannauð með áherslu á lýð­heilsu og menn­ing­ar­leg­ar auð­lind­ir. Enn frem­ur er stefnt að því að gera um­hverfi skól­ans að lif­andi þætti í skóla­starf­inu þar sem hug­að verð­ur m.a. að nátt­úru­fræði um­hverf­is­ins, virð­ingu fyr­ir um­hverf­inu og hvern­ig njóta má um­hverf­is­ins og nýta á skyn­sam­leg­an hátt.

    Skól­inn er fram­halds­skóli með áfangasniði og lögð er áhersla á að bjóða nem­end­um metn­að­ar­fullt nám við hæfi hvers og eins, á stúd­ents­braut­um, stutt­um starfs­náms­braut­um og al­menn­um braut­um. Það end­ur­speglast í náms­fram­boði skól­ans á þann hátt að þó að skól­inn sé að stærst­um hluta bók­náms­skóli, mun hann bjóða fram nám í verk­náms- og hand­verks­grein­um og list­grein­um til að auka fjöl­breytni náms­ins.

    Skila­frest­ur til­lagna er 10. mars 2010 og veitt verða þrenn verð­laun að heild­ar­upp­hæð 8 millj­ón­ir króna. Sam­keppn­in fer fram í sam­vinnu við Arki­tekta­fé­lag Ís­lands og er aug­lýst á EES.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00