Föstudaginn 27. nóvember hóf Regnboginn sýningar á heimildarmyndinni Rajeev Revisited eftir Birtu Fróðadóttur sem styrkt var af menningarmálanefnd Mosfellsbæjar.
Rajeev ólst upp í Mosfellsdal og fluttist til Indlands á unglingsárum og er Rajeev Revisited sjálfstætt framhald myndarinnar Leitin að Rajeev frá árinu 2002.
Að þessu sinni heldur Birta til Indlands í brúðkaup indverska æskuvinar síns, Rajeevs. Átta ár eru liðin frá því þau hittust síðast, er Birta leitaði Rajeev uppi á Indlandi og fann hann við dapurlegar aðstæður. Greinilegt er að margt hefur breyst á þeim tíma í lífi þeirra beggja. Í gegnum viðfangsmikið brúðkaup Rajeevs varpar myndin ljósi á þann gríðarlega menningarmun sem æskuvinirnir Birta og Rajeev búa við í dag. Óhætt er að segja að Birta stingi í stúf á meðal fíla og hindúa í þessu litríka brúðkaupi á suður Indlandi. Rajeev Revisited er einlæg mynd um vináttu sem nær yfir höf, heimsálfur og ólíka menningarheima.
Framleiðandi myndarinnar er VALA kvikmyndir, kvikmyndatöku og klippingu annaðist Arnar Þórisson og Örn Eldjárn sá um tónlist. Lengd myndarinnar er 50 mín og verður sýningafjöldi takmarkaður.
Tengt efni
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.
Menningarmars í Mosó
Menningarmars í Mosó er nýtt verkefni á vegum Mosfellsbæjar sem hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og hjálpa þeim sem að því standa að kynna sig.
Glæsilegt aðkomutákn vígt við Úlfarsfell
Á 30 ára afmæli bæjarins hinn 9. ágúst 2017 var tekin ákvörðun um að efna til hönnunarsamkeppni um aðkomutákn Mosfellsbæjar.