Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. nóvember 2009

Föstu­dag­inn 27. nóv­em­ber hóf Regn­bog­inn sýn­ing­ar á heim­ild­ar­mynd­inni Raj­eev Revisited eft­ir Birtu Fróða­dótt­ur sem styrkt var af menn­ing­ar­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar.

Raj­eev ólst upp í Mos­fells­dal og flutt­ist til Indlands á unglings­ár­um og er Raj­eev Revisited sjálf­stætt fram­hald mynd­ar­inn­ar Leit­in að Raj­eev frá ár­inu 2002.

Að þessu sinni held­ur Birta til Indlands í brúð­kaup ind­verska æsku­vin­ar síns, Raj­eevs. Átta ár eru lið­in frá því þau hitt­ust síð­ast, er Birta leit­aði Raj­eev uppi á Indlandi og fann hann við dap­ur­leg­ar að­stæð­ur. Greini­legt er að margt hef­ur breyst á þeim tíma í lífi þeirra beggja. Í gegn­um við­fangs­mik­ið brúð­kaup Raj­eevs varp­ar mynd­in ljósi á þann gríð­ar­lega menn­ing­arm­un sem æsku­vin­irn­ir Birta og Raj­eev búa við í dag. Óhætt er að segja að Birta stingi í stúf á með­al fíla og hind­úa í þessu lit­ríka brúð­kaupi á suð­ur Indlandi. Raj­eev Revisited er ein­læg mynd um vináttu sem nær yfir höf, heims­álf­ur og ólíka menn­ing­ar­heima.

Fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar er VALA kvik­mynd­ir, kvik­mynda­töku og klipp­ingu ann­að­ist Arn­ar Þór­is­son og Örn Eldjárn sá um tónlist. Lengd mynd­ar­inn­ar er 50 mín og verð­ur sýn­inga­fjöldi tak­mark­að­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00